Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 18:31 Verði þingsályktunartillagan samþykkt geta konur sem eru handhafar Evrópska sjúkratryggingakortsins og mega lögum samkvæmt ekki gangast undir þungunarrof í heimalandinu fengið heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk. Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira