Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. nóvember 2020 16:51 Arnar Þór á hliðarlínunni með U21-árs landsliðinu. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan. KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan.
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti