„Þessi björgunarpakki veitir fyrirtækjum von“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2020 18:40 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor Vísir/Egill Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02