Framtíðarlæsi – það sem áður var og væntingar á 21. öld Karl Friðriksson skrifar 1. maí 2020 08:00 Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Íslenska á tækniöld Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun