Útilokar enga möguleika um hvort ríkið eignist hlut í Icelandair Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 19:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að þá eru stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Þetta segir forsætisráðherra en staða Icelandair var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í dag. „Við höfum farið yfir þessi áform um söfnun nýs hlutafjár og styðjum félagið í þessari viðleitni og munum vera reiðubúin, ef þau ganga eftir og félaginu tekst að safna því hlutafé sem þau stefna að, þá mun ríkið vera tilbúið að koma til aðstoðar, til stuðnings, og þá með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Hún útilokar þó ekki að aðrir möguleikar verði skoðaðir, til að mynda að ríkið gerist hluthafi. „Slíkri lánalínu myndi alltaf fylgja ákveðnir skilmálar, þannig að það er ekki hægt að útiloka neitt á þessu stigi máls því þetta er í raun og veru það skref sem við höfum upplýst félagið um að við séum reiðubúin til samtals um. Það samtal hefur ekki farið fram og næsta skref er í raun og veru bara fyrir félagið að ráðast í þau áform sem það hefur uppi um að safna nýju hlutafé,“ segir Katrín. Ekki liggi heldur fyrir hversu miklar upphæðir ríkið sé reiðubúið að leggja til. „Auðvitað er það heilmikið ferli sem fer af stað í kringum slíkt. Þá þyrftum við fyrst að eiga samtal við félagið svo fremi sem söfnun nýs hlutafjár gangi eftir, síðan þarf það að sjálfsögðu að fara fyrir Alþingi og hljóta samþykki þar. Ég les nú stöðuna þannig að þar séu ýmsir flokkar mjög fylgjandi því að ríkið styðji við Icelandair, enda er öllum ljóst að þetta er mikilvægt og flugsamgöngur fyrir Ísland eru gríðarlega mikilvægar. Hugnast þér sjálfri að ríkið verði eigandi að félaginu? „Ég hef ekkert útilokað neina möguleika í því. Stóra markmiðið er bara að eyða óvissu sem fyrst, fara vel með almannafé og tryggja þessi meginmarkmið um að við séum að tryggja flugsamgöngur og við séum að gera sem mest úr þeim verðmætum sem við eigum í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað, til að mynda bara í kringum flugrekstur á Íslandi á undanförnum árum,“ Er ríkisstjórnin samstíga um það hvaða leiðir séu ákjósanlegastar hvað varðar aðkomu ríkisins? „Auðvitað erum við með ólíkar hugmyndir út frá ólíkri pólitík í ríkisstjórninni hvað þetta varðar eins og mjög margt fleira en í þessu máli skiptir bara mestu máli að við munum greina þá kosti sem eru í stöðunni, við höfum ekki útilokað neina kosti og við munum gera það sem er skynsamlegast fyrir almannahag í því,“ segir Katrín. Næsta skref sé hjá félaginu. Formenn Samfylkingarinnar og Miðflokksins inntu eftir svörum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stöðu Icelandair í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Aðgerðir stjórnvalda til þessa virðist aðeins felast í stuðningi við greiðslu launa í uppsagnarfresti. „Almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hluthafi í fyrirtækjum, þá myndi ég ávallt að vera síðasti valkosturinn. Það er hins vegar alltaf sjálfsagður hlutur að ræða að ríkið, sérstaklega ef að gengið er í ábyrgðir fyrir lánum eða veitt lán, að ríkið spyrji hvernig það geti tryggt stöðu sína, tryggt fé almennings sem að varið er til slíkra aðgerða,“ sagði Bjarni meðal annars á Alþingi í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að þá eru stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Þetta segir forsætisráðherra en staða Icelandair var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í dag. „Við höfum farið yfir þessi áform um söfnun nýs hlutafjár og styðjum félagið í þessari viðleitni og munum vera reiðubúin, ef þau ganga eftir og félaginu tekst að safna því hlutafé sem þau stefna að, þá mun ríkið vera tilbúið að koma til aðstoðar, til stuðnings, og þá með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Hún útilokar þó ekki að aðrir möguleikar verði skoðaðir, til að mynda að ríkið gerist hluthafi. „Slíkri lánalínu myndi alltaf fylgja ákveðnir skilmálar, þannig að það er ekki hægt að útiloka neitt á þessu stigi máls því þetta er í raun og veru það skref sem við höfum upplýst félagið um að við séum reiðubúin til samtals um. Það samtal hefur ekki farið fram og næsta skref er í raun og veru bara fyrir félagið að ráðast í þau áform sem það hefur uppi um að safna nýju hlutafé,“ segir Katrín. Ekki liggi heldur fyrir hversu miklar upphæðir ríkið sé reiðubúið að leggja til. „Auðvitað er það heilmikið ferli sem fer af stað í kringum slíkt. Þá þyrftum við fyrst að eiga samtal við félagið svo fremi sem söfnun nýs hlutafjár gangi eftir, síðan þarf það að sjálfsögðu að fara fyrir Alþingi og hljóta samþykki þar. Ég les nú stöðuna þannig að þar séu ýmsir flokkar mjög fylgjandi því að ríkið styðji við Icelandair, enda er öllum ljóst að þetta er mikilvægt og flugsamgöngur fyrir Ísland eru gríðarlega mikilvægar. Hugnast þér sjálfri að ríkið verði eigandi að félaginu? „Ég hef ekkert útilokað neina möguleika í því. Stóra markmiðið er bara að eyða óvissu sem fyrst, fara vel með almannafé og tryggja þessi meginmarkmið um að við séum að tryggja flugsamgöngur og við séum að gera sem mest úr þeim verðmætum sem við eigum í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað, til að mynda bara í kringum flugrekstur á Íslandi á undanförnum árum,“ Er ríkisstjórnin samstíga um það hvaða leiðir séu ákjósanlegastar hvað varðar aðkomu ríkisins? „Auðvitað erum við með ólíkar hugmyndir út frá ólíkri pólitík í ríkisstjórninni hvað þetta varðar eins og mjög margt fleira en í þessu máli skiptir bara mestu máli að við munum greina þá kosti sem eru í stöðunni, við höfum ekki útilokað neina kosti og við munum gera það sem er skynsamlegast fyrir almannahag í því,“ segir Katrín. Næsta skref sé hjá félaginu. Formenn Samfylkingarinnar og Miðflokksins inntu eftir svörum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stöðu Icelandair í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Aðgerðir stjórnvalda til þessa virðist aðeins felast í stuðningi við greiðslu launa í uppsagnarfresti. „Almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hluthafi í fyrirtækjum, þá myndi ég ávallt að vera síðasti valkosturinn. Það er hins vegar alltaf sjálfsagður hlutur að ræða að ríkið, sérstaklega ef að gengið er í ábyrgðir fyrir lánum eða veitt lán, að ríkið spyrji hvernig það geti tryggt stöðu sína, tryggt fé almennings sem að varið er til slíkra aðgerða,“ sagði Bjarni meðal annars á Alþingi í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira