Tvíburar eineggja en ekki eins Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 16:01 Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra, mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar. deCode/Jón Gústafsson Með því að raðgreina erfðamengi eineggja tvíbura og bera þau saman við erfðamengi náinna skyldmenna þeirra gátu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundið stökkbreytingar sem höfðu myndast snemma á fósturskeiði og greindu tvíburana að. Þetta kemur fram í vísindagrein í Nature Genetics sem birtist í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að erfðamengi eineggja tvíbura séu eins og því hægt að nota þá til að aðgreina áhrif erfða og umhverfis á heilsu manna. Erfðamengi tvíbura séu svipuð en ekki eins þótt þeir verði til úr einu og sama frjóvgaða egginu. „Í greininni leituðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að stökkbreytingum sem skilja á milli eineggja tvíbura á fyrstu dögum fóstursins þegar fóstrið samanstendur einungis af nokkrum frumum. Með því að raðgreina og skoða stökkbreytingarnar var hægt að rekja hvaða frumur mynda hvorn tvíbura fyrir sig. Við þetta komu í ljós tveir hópar tvíbura, annars vegar þeir sem deila stökkbreytingum og hinsvegar hópur þar sem stökkbreytingar einskorðast við annan hvorn tvíburann,“ segir í tilkynningunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVísir/Vilhelm Haft er eftir Hákoni Jónssyni, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrsta höfundi greinarinnar að þessir tveir hópar eineggja tvíbura gefi dýrmæta innsýn í þroska fósturs, skömmu eftir getnað. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að um sé að ræða gríðarlega spennandi niðurstöður sem gefi vonir um að stökkbreytingar á fósturstigi geti varpað ljósi á þroskann snemma á fósturskeiði. Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra , mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Þetta kemur fram í vísindagrein í Nature Genetics sem birtist í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að erfðamengi eineggja tvíbura séu eins og því hægt að nota þá til að aðgreina áhrif erfða og umhverfis á heilsu manna. Erfðamengi tvíbura séu svipuð en ekki eins þótt þeir verði til úr einu og sama frjóvgaða egginu. „Í greininni leituðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að stökkbreytingum sem skilja á milli eineggja tvíbura á fyrstu dögum fóstursins þegar fóstrið samanstendur einungis af nokkrum frumum. Með því að raðgreina og skoða stökkbreytingarnar var hægt að rekja hvaða frumur mynda hvorn tvíbura fyrir sig. Við þetta komu í ljós tveir hópar tvíbura, annars vegar þeir sem deila stökkbreytingum og hinsvegar hópur þar sem stökkbreytingar einskorðast við annan hvorn tvíburann,“ segir í tilkynningunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVísir/Vilhelm Haft er eftir Hákoni Jónssyni, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrsta höfundi greinarinnar að þessir tveir hópar eineggja tvíbura gefi dýrmæta innsýn í þroska fósturs, skömmu eftir getnað. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að um sé að ræða gríðarlega spennandi niðurstöður sem gefi vonir um að stökkbreytingar á fósturstigi geti varpað ljósi á þroskann snemma á fósturskeiði. Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra , mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira