Nú er tækifæri til að jafna vægi atkvæða Þorkell Helgason skrifar 11. janúar 2021 14:01 Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur vægi atkvæða verið mismunandi eftir búsetu. Er þá átt við að ósamræmi hefur verið í því hve margir kjósendur standa að baki hverju þingsæti eftir kjördæmum. Meðan einmenningskjördæmi tíðkuðust, sem var allt til 1959, gat þessi munur orðið gífurlegur og komst í nær tvítugfaldan mun í vorkosningunum 1959. Með stjórnarskrárbreytingu 1999 var komið nokkrum böndum á þetta misvægi. Þá var tiltekið að kjósendur að baki hverju þingsæti megi ekki vera „helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi“ og færa skuli sæti milli kjördæma til að tryggja að svo sé. Á grundvelli þessa hafa tvö þingsæti færst frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis síðan ákvæðið tók gildi. Væntanlega mun þurfa að færa enn eitt í sömu átt eftir þingkosningarnar á þessu ári. En þá verður ekki lengra gengið að óbreyttri stjórnarskrá og kosningalögum og mun misvægið því aftur fara vaxandi verði ekki að gert. Flokkaójöfnuður Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi þannig haft talsverðar áhyggjur af misvægi milli kjósenda hefur misvægi milli flokkanna skipt meira máli, þ.e. að ekki sé fullt hlutfallslegt samræmi milli þingflokkanna á tölu þingsæta hvers þeirra og tölu atkvæða á landinu öllu. Þetta misvægi var stórfellt frá upphafi og lengst af nær alla síðustu öld. Byrjunarskref til að draga úr slíkum flokkaójöfnuði var stigið 1934 með upptöku jöfnunarsæta, sem þá hétu uppbótarsæti. Aftur var tekið á þessu máli 1959 en einkum þó á níunda áratugnum. Í öllum sjö þingkosningum á árabilinu 1987 til 2009 náðist fullur flokkajöfnuður. Síðan hefur það ekki tekist. Í síðustu þrennum kosningum, 2013, 2016 og 2017, hefur eitt þingsæti rambað á rangan flokk, sé miðað við landsfylgi. Þetta kann að þykja lítilfjörlegt en slíkt undirmálssæti dugði þó til að tryggja einni ríkisstjórna á þessu tímabili meirihluta á þingi. Líklegt er að slíkt flokkamisvægi muni við haldast og jafnvel vaxa að óbreyttum lagaákvæðum. Misvægisþættirnir tveir tengjast; einkum þannig að misvægi milli kjósenda eftir kjördæmum ýtir undir flokkamisvægið. Misvægi fær ekki staðist Ójafn atkvæðisréttur kjósenda er á skjön við almennt jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, en sneitt er hjá því með því að heimila misvægi allt að fyrrgreindu hámarki. Slíkt misvægi er þó engan veginn fyrirskipað í stjórnarskránni. Þannig má draga úr misvæginu og jafnvel eyða því í bráð með lagabreytingu einni saman. Nú hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi af þingflokki Viðreisnar um breytingu á ákvæðum kosningalaga, sem með smávægilegum lagfæringum nær þessu markmiði um fullan jöfnuð eftir búsetu. Jafnframt liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra kosningalaga í heild sinni. Það væri tilvalið að fella frumvarp Viðreisnar inn í þetta heildarfrumvarp. Misvægi atkvæða fær ekki staðist til lengdar. Stjórnlagaráð lagði vitaskuld til að allir hefðu sama atkvæðisrétt og það sjónarmið var staðfest af tveimur þriðju hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Ísland hefur fengið ákúrur frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu vegna þessa ójafna kosningaréttar. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóll Evrópu kunni að taka í taumana, eins og gerst hefur í öðrum stórmálum okkar. Landsbyggðin á líka að koma að leiðréttingu Þegar kosningakerfisbreytingin á níunda áratugnum var í undirbúningi stóðu þrír þingflokkar að því máli, en Framsóknarflokkurinn var í fyrstu hafður út undan. Málið snerist einkum um það að eytt yrði því flokkamisvægi sem hafði alla tíð verið þeim flokki í vil. Á mæltu máli vildi flokkaþríeykið næla sér í þessi sæti Framsóknar. Fyrstu hugmyndirnar hefðu gert Framsóknarflokknum erfitt að hasla sér völl á mölinni, í þéttbýlinu suðvestanlands, flokkurinn hafði lengst af sótt fylgi sitt einkum til landsbyggðarinnar. Steingrímur Hermannsson, sem þá var formaður flokksins, sá að ekki yrði lagst gegn því að fullum flokkajöfnuði yrði náð, en á hinn bóginn mætti ekki verða úr því annað misrétti, nú á kostnað Framsóknar. Hann gekk því til liðs við formenn hinna flokkanna þriggja og tókst að fá hugmyndunum breytt eftir að þeir höfðu boðið Framsókn þátttöku, en í forystu þeirra var sáttamaður mikill, Geir Hallgrímsson. Ég tel mig geta rakið þessa sögu þar sem ég vann með flokksformönnunum að þessu máli öllu. Nú ættu sem flestir að sameinast um að jafna atkvæðavægið. Þar ættu talsmenn landsbyggðarinnar, innan og utan þings, einnig að leggja hönd á plóg. Það er nefnilega svo að jafna má með mismunandi aðferðum. Í umsögn um frumvarp Viðreisnar, sem ég hef sent viðkomandi þingnefnd, legg ég til að fyllt verði í eyðu í frumvarpinu um það hvernig eigi að skipta þingsætum hlutfallslega milli kjördæmanna. Jöfnuði verði náð með aðferð sem kennd er við annan forseta Bandaríkjanna, John Adams. Með þeirri skiptireglu er farið varfærnum höndum um þingsæti fámennustu kjördæmanna. Með því að leggja til þá aðferð eða aðra ámóta gætu landsbyggðarþingmenn lagt gott til málanna og um leið gætt eðlilegra hagsmuna sinna. Gagngerðar endurbætur á fyrirkomulagi kosninga bíða svo stjórnarskrárbóta. Höfundur er áhugamaður um lýðræðismál og sat í stjórnlagaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Stjórnarskrá Þorkell Helgason Kjördæmaskipan Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur vægi atkvæða verið mismunandi eftir búsetu. Er þá átt við að ósamræmi hefur verið í því hve margir kjósendur standa að baki hverju þingsæti eftir kjördæmum. Meðan einmenningskjördæmi tíðkuðust, sem var allt til 1959, gat þessi munur orðið gífurlegur og komst í nær tvítugfaldan mun í vorkosningunum 1959. Með stjórnarskrárbreytingu 1999 var komið nokkrum böndum á þetta misvægi. Þá var tiltekið að kjósendur að baki hverju þingsæti megi ekki vera „helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi“ og færa skuli sæti milli kjördæma til að tryggja að svo sé. Á grundvelli þessa hafa tvö þingsæti færst frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis síðan ákvæðið tók gildi. Væntanlega mun þurfa að færa enn eitt í sömu átt eftir þingkosningarnar á þessu ári. En þá verður ekki lengra gengið að óbreyttri stjórnarskrá og kosningalögum og mun misvægið því aftur fara vaxandi verði ekki að gert. Flokkaójöfnuður Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi þannig haft talsverðar áhyggjur af misvægi milli kjósenda hefur misvægi milli flokkanna skipt meira máli, þ.e. að ekki sé fullt hlutfallslegt samræmi milli þingflokkanna á tölu þingsæta hvers þeirra og tölu atkvæða á landinu öllu. Þetta misvægi var stórfellt frá upphafi og lengst af nær alla síðustu öld. Byrjunarskref til að draga úr slíkum flokkaójöfnuði var stigið 1934 með upptöku jöfnunarsæta, sem þá hétu uppbótarsæti. Aftur var tekið á þessu máli 1959 en einkum þó á níunda áratugnum. Í öllum sjö þingkosningum á árabilinu 1987 til 2009 náðist fullur flokkajöfnuður. Síðan hefur það ekki tekist. Í síðustu þrennum kosningum, 2013, 2016 og 2017, hefur eitt þingsæti rambað á rangan flokk, sé miðað við landsfylgi. Þetta kann að þykja lítilfjörlegt en slíkt undirmálssæti dugði þó til að tryggja einni ríkisstjórna á þessu tímabili meirihluta á þingi. Líklegt er að slíkt flokkamisvægi muni við haldast og jafnvel vaxa að óbreyttum lagaákvæðum. Misvægisþættirnir tveir tengjast; einkum þannig að misvægi milli kjósenda eftir kjördæmum ýtir undir flokkamisvægið. Misvægi fær ekki staðist Ójafn atkvæðisréttur kjósenda er á skjön við almennt jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, en sneitt er hjá því með því að heimila misvægi allt að fyrrgreindu hámarki. Slíkt misvægi er þó engan veginn fyrirskipað í stjórnarskránni. Þannig má draga úr misvæginu og jafnvel eyða því í bráð með lagabreytingu einni saman. Nú hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi af þingflokki Viðreisnar um breytingu á ákvæðum kosningalaga, sem með smávægilegum lagfæringum nær þessu markmiði um fullan jöfnuð eftir búsetu. Jafnframt liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra kosningalaga í heild sinni. Það væri tilvalið að fella frumvarp Viðreisnar inn í þetta heildarfrumvarp. Misvægi atkvæða fær ekki staðist til lengdar. Stjórnlagaráð lagði vitaskuld til að allir hefðu sama atkvæðisrétt og það sjónarmið var staðfest af tveimur þriðju hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Ísland hefur fengið ákúrur frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu vegna þessa ójafna kosningaréttar. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóll Evrópu kunni að taka í taumana, eins og gerst hefur í öðrum stórmálum okkar. Landsbyggðin á líka að koma að leiðréttingu Þegar kosningakerfisbreytingin á níunda áratugnum var í undirbúningi stóðu þrír þingflokkar að því máli, en Framsóknarflokkurinn var í fyrstu hafður út undan. Málið snerist einkum um það að eytt yrði því flokkamisvægi sem hafði alla tíð verið þeim flokki í vil. Á mæltu máli vildi flokkaþríeykið næla sér í þessi sæti Framsóknar. Fyrstu hugmyndirnar hefðu gert Framsóknarflokknum erfitt að hasla sér völl á mölinni, í þéttbýlinu suðvestanlands, flokkurinn hafði lengst af sótt fylgi sitt einkum til landsbyggðarinnar. Steingrímur Hermannsson, sem þá var formaður flokksins, sá að ekki yrði lagst gegn því að fullum flokkajöfnuði yrði náð, en á hinn bóginn mætti ekki verða úr því annað misrétti, nú á kostnað Framsóknar. Hann gekk því til liðs við formenn hinna flokkanna þriggja og tókst að fá hugmyndunum breytt eftir að þeir höfðu boðið Framsókn þátttöku, en í forystu þeirra var sáttamaður mikill, Geir Hallgrímsson. Ég tel mig geta rakið þessa sögu þar sem ég vann með flokksformönnunum að þessu máli öllu. Nú ættu sem flestir að sameinast um að jafna atkvæðavægið. Þar ættu talsmenn landsbyggðarinnar, innan og utan þings, einnig að leggja hönd á plóg. Það er nefnilega svo að jafna má með mismunandi aðferðum. Í umsögn um frumvarp Viðreisnar, sem ég hef sent viðkomandi þingnefnd, legg ég til að fyllt verði í eyðu í frumvarpinu um það hvernig eigi að skipta þingsætum hlutfallslega milli kjördæmanna. Jöfnuði verði náð með aðferð sem kennd er við annan forseta Bandaríkjanna, John Adams. Með þeirri skiptireglu er farið varfærnum höndum um þingsæti fámennustu kjördæmanna. Með því að leggja til þá aðferð eða aðra ámóta gætu landsbyggðarþingmenn lagt gott til málanna og um leið gætt eðlilegra hagsmuna sinna. Gagngerðar endurbætur á fyrirkomulagi kosninga bíða svo stjórnarskrárbóta. Höfundur er áhugamaður um lýðræðismál og sat í stjórnlagaráði.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar