Óvænta stjarnan á HM fékk skilaboð frá Shaq Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi skorar af línunni gegn Argentínu. Hann hefur slegið í gegn á HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Kongómaðurinn Gauthier Mvumbi hefur vakið mikla athygli á HM í handbolta í Egyptalandi, svo mikla að hann fékk skilaboð frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti