„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 14:26 Leikmenn Íslands voru súrir á svip eftir tapið fyrir Sviss í gær. epa/Anne-Christine Poujoulat Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. „Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Sjá meira
„Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Sjá meira