„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 18:17 Guðmundur Felix Grétarsson á sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi í dag. Skjáskot Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. Guðmundur Felix ræddi við fréttamenn á fjarblaðamannafundi frá sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi síðdegis, níu dögum eftir hina langþráðu handaágræðslu. Hann lætur vel af líðan sinni; er nú útskrifaður af gjörgæslu og kominn á almenna deild. Þá á hann loksins von á foreldrum sínum í heimsókn um helgina. Fyrstu dagarnir eftir aðgerðina hafi þó verið erfiðir. „Það eina sem komst að í hausnum á mér fyrsta sólarhringinn var bara: Hvers konar fáviti fer í svona viljandi? Því það var eins og ég væri með tvo trukka sem hefðu parkerað ofan á öxlunum. Og þetta er búið að vera rosa erfitt og rosa mikill sársauki. Og ég hef verið í þessari stellingu, nákvæmlega eins og ég er núna, síðan ég vaknaði. Ég ligg bara á bakinu og hef ekkert getað snúið mér og hef ekki sofið rosa vel,“ segir Guðmundur Felix úr sjúkrarúminu, þar sem hann hefur legið síðustu daga. Blaðamannafund Guðmundar Felix má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þriggja ára ferli framundan Nú er fyrir höndum langt bataferli en allt að þrjú ár gætu liðið þar til árangurinn af aðgerðinni liggur fyrir. „Ég get búist við að vera kominn með einhverja tilfinningu og jafnvel hreyfigetu á olnboga eftir ár, ef allt gengur eftir. Og tvö ár fyrir taugarnar að vaxa út í fingur. Og þá náttúrulega eru það fingur sem hafa ekki hreyfst í tvö ár. Þannig það eru þrjú ár, þá vitum við hvort þetta gekk upp eða ekki,“ segir Guðmundur Felix. „En maður er búinn að bíða svo lengi. Þá finnst manni þrjú ár ekki neitt. Þá loksins hef ég eitthvað að gera, annað en að bíða. […] Og við erum alveg undir það búin að einhvern tímann klippi ég þessar hendur af og þá get ég fengið rosalega töff róbot-hendur. En hingað til hef ég verið svo takmarkaður af gervilimum, þær virka ekkert fyrir mig því þetta er eins og að hengja þær á bakið á einhverjum. Það er ekkert til að stjórna þeim.“ Á Zoom-fundi síðan '98 Þá er Guðmundur Felix ekki í vafa um hvað það er sem hann hlakkar mest til að gera með nýju höndunum. „Það sem er kannski efst á baugi hjá mér er að geta verið sjálfbjarga. Og skynjunin, því ég held að það geri sér enginn grein fyrir því fyrr en maður missir hendurnar hvað við skynjum heiminn mikið í gegnum snertingu,“ segir Guðmundur Felix. „Þetta er svolítið eins og ég sé búinn að vera á Zoom-fundi síðan níutíu og átta. Þetta er allt bara „virtual“. Ég snerti ekki fólk. Og mannleg snerting er svo ofboðslega mikilvæg. Bæði mannleg snerting og í rauninni við allt sem er hægt að snerta.“ Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni, Sylwiu Grétarsson Nowakowska. Fyrst eins og dúkkuhendur Þá segir Guðmundur Felix að það hafi tekið tíma að venjast höndunum, sem honum hafi fyrst fundist eins og hálfgerður aðskotahlutur utan á sér. Hann sé þó farinn að taka þær í sátt. „Fyrsti sólarhringur í helvíti, þá fannst mér eins og þetta væru dúkkuhendur sem væru engan veginn tengdar mér. Þær voru allar þrútnar og einhvern veginn plastáferð á þeim. Og ég var ekkert brjálæðislega hrifinn af þeim. Svo sá maður hár á þeim sem maður kannaðist ekki við.“ Á öðrum og þriðja degi eftir aðgerðina, þegar bjúgurinn var farinn og hann gat byrjað að hreyfa hendurnar örlítið, hafi þessi tilfinning breyst. „Og það furðulega er að mér finnst þær svolítið líkar gömlu höndunum. Ég er ekki að fara að setja þær upp í mig strax en ég er búinn að snerta á mér kinnarnar, bringuna og finna hita. Þær eru sjóðandi heitar. Ég á eftir að verða góður vinur þeirra, hugsa vel um þær. Mér líður vel með þær.“ Mamma ekki búin að sjá hendurnar enn Guðmundur Felix telur að aðgerðin hafi verið erfiðari fjölskyldu hans en honum sjálfum. Og fjölskyldan skiptir Guðmund Felix greinilega miklu máli því þegar hér var komið sögu á blaðamannafundinum báru tilfinningarnar hann ofurliði um stund. „Þegar ég vakna fyrir 23 árum síðan eftir slysið þá situr mamma mín við rúmið. En út af þessu helvítis Covid hefur hún ekki enn þá getað komið og hitt mig. Og dætur mínar heima en þetta fólk er búið að standa svo við bakið á mér. Fjölskyldan er búin að vera það sem hefur komið mér í gegnum þetta allt saman.“ Tilhugsunin um gjafann alltaf erfiðust Guðmundur Felix veit ekki mikið um handleggjagjafann, fyrir utan það að hann var 35 ára og franskur. Ýmsar ástæður séu fyrir því að líffæraþegar fái litlar upplýsingar um gjafa sína. „Nú er ég með danska lifur, franskar hendur og Íslendingur. Ég veit þetta. Sem er djöfulli kúl því það eru ekki margir fæddir í þremur löndum. Mér finnst að ég ætti að fá þrjú vegabréf,“ segir Guðmundur Felix léttur í bragði. „Þetta hefur alltaf verið erfiðasti hlutinn fyrir mig til að hugsa um. Að einhver skuli þurfa að deyja. Og hugsunin að það sé betra að hann sé yngri. Það er svolítið óþægilegt líka. En ég meina, þetta gerist. Hann hefði dáið hvort sem ég hefði verið að bíða eða ekki. En ég er í góðum höndum. Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans. Þetta er ekki alveg búið hjá honum enn þá.“ Hægt verður að fylgjast með bataferli Guðmundar Felix á Facebook og Instagram, þar sem hann mun birta reglulegar uppfærslur af líðan sinni næstu misserin. Íslendingar erlendis Frakkland Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. 22. janúar 2021 12:12 Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22. janúar 2021 08:38 Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18. janúar 2021 23:41 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjá meira
Guðmundur Felix ræddi við fréttamenn á fjarblaðamannafundi frá sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi síðdegis, níu dögum eftir hina langþráðu handaágræðslu. Hann lætur vel af líðan sinni; er nú útskrifaður af gjörgæslu og kominn á almenna deild. Þá á hann loksins von á foreldrum sínum í heimsókn um helgina. Fyrstu dagarnir eftir aðgerðina hafi þó verið erfiðir. „Það eina sem komst að í hausnum á mér fyrsta sólarhringinn var bara: Hvers konar fáviti fer í svona viljandi? Því það var eins og ég væri með tvo trukka sem hefðu parkerað ofan á öxlunum. Og þetta er búið að vera rosa erfitt og rosa mikill sársauki. Og ég hef verið í þessari stellingu, nákvæmlega eins og ég er núna, síðan ég vaknaði. Ég ligg bara á bakinu og hef ekkert getað snúið mér og hef ekki sofið rosa vel,“ segir Guðmundur Felix úr sjúkrarúminu, þar sem hann hefur legið síðustu daga. Blaðamannafund Guðmundar Felix má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þriggja ára ferli framundan Nú er fyrir höndum langt bataferli en allt að þrjú ár gætu liðið þar til árangurinn af aðgerðinni liggur fyrir. „Ég get búist við að vera kominn með einhverja tilfinningu og jafnvel hreyfigetu á olnboga eftir ár, ef allt gengur eftir. Og tvö ár fyrir taugarnar að vaxa út í fingur. Og þá náttúrulega eru það fingur sem hafa ekki hreyfst í tvö ár. Þannig það eru þrjú ár, þá vitum við hvort þetta gekk upp eða ekki,“ segir Guðmundur Felix. „En maður er búinn að bíða svo lengi. Þá finnst manni þrjú ár ekki neitt. Þá loksins hef ég eitthvað að gera, annað en að bíða. […] Og við erum alveg undir það búin að einhvern tímann klippi ég þessar hendur af og þá get ég fengið rosalega töff róbot-hendur. En hingað til hef ég verið svo takmarkaður af gervilimum, þær virka ekkert fyrir mig því þetta er eins og að hengja þær á bakið á einhverjum. Það er ekkert til að stjórna þeim.“ Á Zoom-fundi síðan '98 Þá er Guðmundur Felix ekki í vafa um hvað það er sem hann hlakkar mest til að gera með nýju höndunum. „Það sem er kannski efst á baugi hjá mér er að geta verið sjálfbjarga. Og skynjunin, því ég held að það geri sér enginn grein fyrir því fyrr en maður missir hendurnar hvað við skynjum heiminn mikið í gegnum snertingu,“ segir Guðmundur Felix. „Þetta er svolítið eins og ég sé búinn að vera á Zoom-fundi síðan níutíu og átta. Þetta er allt bara „virtual“. Ég snerti ekki fólk. Og mannleg snerting er svo ofboðslega mikilvæg. Bæði mannleg snerting og í rauninni við allt sem er hægt að snerta.“ Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni, Sylwiu Grétarsson Nowakowska. Fyrst eins og dúkkuhendur Þá segir Guðmundur Felix að það hafi tekið tíma að venjast höndunum, sem honum hafi fyrst fundist eins og hálfgerður aðskotahlutur utan á sér. Hann sé þó farinn að taka þær í sátt. „Fyrsti sólarhringur í helvíti, þá fannst mér eins og þetta væru dúkkuhendur sem væru engan veginn tengdar mér. Þær voru allar þrútnar og einhvern veginn plastáferð á þeim. Og ég var ekkert brjálæðislega hrifinn af þeim. Svo sá maður hár á þeim sem maður kannaðist ekki við.“ Á öðrum og þriðja degi eftir aðgerðina, þegar bjúgurinn var farinn og hann gat byrjað að hreyfa hendurnar örlítið, hafi þessi tilfinning breyst. „Og það furðulega er að mér finnst þær svolítið líkar gömlu höndunum. Ég er ekki að fara að setja þær upp í mig strax en ég er búinn að snerta á mér kinnarnar, bringuna og finna hita. Þær eru sjóðandi heitar. Ég á eftir að verða góður vinur þeirra, hugsa vel um þær. Mér líður vel með þær.“ Mamma ekki búin að sjá hendurnar enn Guðmundur Felix telur að aðgerðin hafi verið erfiðari fjölskyldu hans en honum sjálfum. Og fjölskyldan skiptir Guðmund Felix greinilega miklu máli því þegar hér var komið sögu á blaðamannafundinum báru tilfinningarnar hann ofurliði um stund. „Þegar ég vakna fyrir 23 árum síðan eftir slysið þá situr mamma mín við rúmið. En út af þessu helvítis Covid hefur hún ekki enn þá getað komið og hitt mig. Og dætur mínar heima en þetta fólk er búið að standa svo við bakið á mér. Fjölskyldan er búin að vera það sem hefur komið mér í gegnum þetta allt saman.“ Tilhugsunin um gjafann alltaf erfiðust Guðmundur Felix veit ekki mikið um handleggjagjafann, fyrir utan það að hann var 35 ára og franskur. Ýmsar ástæður séu fyrir því að líffæraþegar fái litlar upplýsingar um gjafa sína. „Nú er ég með danska lifur, franskar hendur og Íslendingur. Ég veit þetta. Sem er djöfulli kúl því það eru ekki margir fæddir í þremur löndum. Mér finnst að ég ætti að fá þrjú vegabréf,“ segir Guðmundur Felix léttur í bragði. „Þetta hefur alltaf verið erfiðasti hlutinn fyrir mig til að hugsa um. Að einhver skuli þurfa að deyja. Og hugsunin að það sé betra að hann sé yngri. Það er svolítið óþægilegt líka. En ég meina, þetta gerist. Hann hefði dáið hvort sem ég hefði verið að bíða eða ekki. En ég er í góðum höndum. Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans. Þetta er ekki alveg búið hjá honum enn þá.“ Hægt verður að fylgjast með bataferli Guðmundar Felix á Facebook og Instagram, þar sem hann mun birta reglulegar uppfærslur af líðan sinni næstu misserin.
Íslendingar erlendis Frakkland Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. 22. janúar 2021 12:12 Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22. janúar 2021 08:38 Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18. janúar 2021 23:41 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjá meira
Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. 22. janúar 2021 12:12
Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22. janúar 2021 08:38
Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. 18. janúar 2021 23:41