Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 13:00 Það þarf meiri gleði og stemmningu inn í Valsliðið ef Hlíðarendapiltar ætla sér að gera eitthvað í vetur. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum. Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ Sjá meira
Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ Sjá meira