Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 12:01 Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu fyrir tveimur árum um formannsembættið hjá KSÍ. Nú hefur Geir boðið sig fram til formanns Íslensks toppfótbolta, ÍTF. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ. Núverandi formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., en hann lætur af störfum á morgun þegar nýr formaður verður kosinn. Auk Geirs, sem er framkvæmdastjóri ÍA, býður Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sig fram til formanns ÍTF. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og tók svo við sem formaður í annan áratug, eða til ársins 2017. Guðni Bergsson tók þá við af honum sem formaður en Geir bauð sig fram gegn Guðna fyrir tveimur árum, þar sem Guðni hafði betur. Nú gæti svo farið að Guðni og Geir sitji saman stjórnarfundi hjá KSÍ því formaður ÍTF á sæti í stjórn KSÍ. Ásgrímur, Baldur og Jón Rúnar bjóða sig fram í stjórn Geir kveðst í framboðsyfirlýsingu vilja miðla af víðtækri reynslu sinni og freista þess að auka tekjur aðildarfélaga ÍTF, sem eru félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna, meðal annars í gegnum sölu á sjónvarpsrétti sem nú er á hendi ÍTF. Yfirlýsingu hans má lesa hér að neðan. Þrír bjóða sig svo fram í stjórn ÍTF en það eru þeir Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og í fyrra voru þeir Sævar Pétursson úr KA, Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki og Jónas Kristinsson úr KR kjörnir. Auk þeirra sitja Victor Ingi Olsen úr Stjörnunni, Sigurður K. Pálsson úr Val og Sveinbjörn Másson úr Selfossi í núverandi stjórn. Framboðsyfirlýsing Geirs: Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Núverandi formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., en hann lætur af störfum á morgun þegar nýr formaður verður kosinn. Auk Geirs, sem er framkvæmdastjóri ÍA, býður Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sig fram til formanns ÍTF. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og tók svo við sem formaður í annan áratug, eða til ársins 2017. Guðni Bergsson tók þá við af honum sem formaður en Geir bauð sig fram gegn Guðna fyrir tveimur árum, þar sem Guðni hafði betur. Nú gæti svo farið að Guðni og Geir sitji saman stjórnarfundi hjá KSÍ því formaður ÍTF á sæti í stjórn KSÍ. Ásgrímur, Baldur og Jón Rúnar bjóða sig fram í stjórn Geir kveðst í framboðsyfirlýsingu vilja miðla af víðtækri reynslu sinni og freista þess að auka tekjur aðildarfélaga ÍTF, sem eru félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna, meðal annars í gegnum sölu á sjónvarpsrétti sem nú er á hendi ÍTF. Yfirlýsingu hans má lesa hér að neðan. Þrír bjóða sig svo fram í stjórn ÍTF en það eru þeir Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og í fyrra voru þeir Sævar Pétursson úr KA, Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki og Jónas Kristinsson úr KR kjörnir. Auk þeirra sitja Victor Ingi Olsen úr Stjörnunni, Sigurður K. Pálsson úr Val og Sveinbjörn Másson úr Selfossi í núverandi stjórn. Framboðsyfirlýsing Geirs: Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson.
Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira