Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jónína Riedel skrifa 26. febrúar 2021 08:00 Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar