Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Valgerður Árnadóttir skrifar 8. mars 2021 16:00 Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. Frá verkfallsaðgerðum fyrir tveimur árum. Þá risu láglaunakonur í hótel- og veitingabransanum á Íslandi upp og kröfðust hærri launa og bættra kjara. Kjarasamningurinn sem úr þessu verkfalli kom var sögulegur, fyrir utan launahækkanir þá var gerður svokallaður "lífskjarasamningur" með aðkomu ríkisstjórnarinnar sem m.a. átti að tryggja láglaunafólki aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Hlutdeildarlán með vanhugsuðum skilyrðum Það tók ríkisstjórnina töluverðan tíma að útfæra lausn á húsnæðisvandanum og upp úr krafsinu komu “hlutdeildarlán” sem á að gera fólki sem ekki á útborgun fyrir húsnæðiskaupum kleift að fá lán frá ríkinu. Margir glöddust við þessar fréttir og þá sérstaklega fjölskyldufólk, en þetta var auðvitað of gott til að vera satt. Tek dæmi af konu sem ég þekki, hún er einstæð móðir með tvö börn á unglingsaldri. Þau hafa búið í 50 fm. tveggja herbergja íbúð í 5 ár vegna þess að hún ræður ekki við að greiða leigu af stærra húsnæði, það er of þröngt fyrir móðir með tvo unglinga og gladdist hún mjög við að geta loks séð fyrir endann á erfiðu tímabili og sótti um greiðslumat til hlutdeildarláns. Hún var metin hæf til að fá lán allt að 47. milljónum, sem hljómar bara vel, nema það er hængur þar á, íbúðin þarf að vera ný og hún þarf að uppfylla viss skilyrði um stærð og herbergjafjölda miðað við verð. Af vef HMS: Íbúð sem er 91 fm með 2 svefnherbergi getur að hámarki kostað 49.500.000 kr. Það er ekki hægt að fá nýja 3-4 herbergja íbúðir í Reykjavík þar sem hún býr fyrir 47 milljónir. Þegar hún leitaði svara hjá HMS var henni sagt að möguleiki væri fyrir hana að fá lán fyrir eldri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins. Það á semsagt að senda einstæða móður og börnin hennar tvö út á land til að hún geti eignast húsnæði? Í dag býr hún og starfar innan hverfis síns, hún á ekki bíl og hefur ekki efni á að reka bíl heldur gengur eða hjólar í vinnuna, annað barnið hennar er í hverfisskóla og hitt tekur strætó í framhaldsskóla í næsta hverfi. Það er ekki raunhæf lausn fyrir hana að flytja út á land, hún þyrfti að rífa börnin sín upp með rótum og þar að auki reka bíl til að komast í vinnuna. Það sjá það allir að þetta er engin lausn! Ef foreldrar búa við skort, þá búa börn við skort Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og enn og aftur þarf man að minna á að það hallar á konur í þessu “velferðarsamfélagi jöfnuðar” á Íslandi. Það er staðreynd að við konur tökum enn á okkur meiri ábyrgð og barnauppeldi, við fáum ennþá lægri laun en karlar og ríkisstjórnin smíðar enn “lausnir” sem ekki nýtast einstæðum mæðrum og láglaunafjölskyldum. Þetta er auðvitað ekkert annað en forréttindablinda sem veldur, ef við kjósum fólk til að stjórna þessu samfélagi sem aldrei hefur sjálft búið við skort þá er mjög líklegt að það smíði vanhugsaðar lausnir sem ekki henta þeim sem mest þurfa á að halda. Hlutdeildarlán virðist því miður henta takmörkuðum hópi fólks til að kaupa glænýjar íbúðir á meðan skýrslur koma fram sem varpa ljósi á að tæplega þúsund börn búa með foreldrum sínum í ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri börn búa við skort. Nýleg skýrsla Unicef áætlar að um 6100 börn á Íslandi búa við skort, alls eru 9,1% barna á Íslandi sem líða efnislegan skort og skorturinn mælist mestur á sviði húsnæðis og hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Konurnar í Eflingu fóru ekki í verkfall og samþykktu ekki kjarasamninginn til að þetta yrði útkoman. Hvernig komum við á jöfnuði? Katrín Jakobsdóttir, það dugar ekki að skreyta sig með góðum ræðum og hringja bjöllu Kauphallarinnar til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Það þarf að laga stórgallaðar reglur og skilyrði hlutdeilarlána og byggja meira af fjölskylduvænu og hagstæðu húsnæði. Atvinnuleysi hefur tvöfaldast vegna heimsfaraldurs og þá sérstaklega hjá fólki í ferðaiðnaðinum. Konurnar sem þrifu hótelin, elduðu og báru fram matinn til ferðamanna og héldu rekstrinum gangandi í láglaunastörfum fá skammarlega lágar atvinnuleysisbætur og þær þarf að hækka á meðan þetta ástand varir. Það á enginn á Íslandi að þurfa að líða skort, auðlindir okkar eru nægar til að við getum öll haft það gott. Ég legg til að atvinnulausir á Íslandi hljóti skilyrðislausa grunnframfærslu sem hægt er að lifa af. Að við komum á nýrri stjórnarskrá sem við samþykktum í kosningum árið 2012 og sem stuðlar að auknu beinu lýðræði og því að við öll njótum auðlinda þessa lands en ekki örfáir útvaldir. Að lífeyrissjóðir séu sameinaðir með þeim tilgangi að fækka þeim verulega og minnka yfirbyggingu og að stjórnir og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða þurfi að vera skipaðir af þeim sem í þá greiða með kosningu reglulega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í samfélaginu, byggja húsnæði á viðráðanlegu verði, þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili og stuðla að mannsæmandi og óskilyrtum greiðslum til lífeyrisþega. Til að fjölga störfum og komast til móts við atvinnuleysi á ríkið að fjárfesta í aukinni þjónustu í heilbrigðiskerfinu, til menntamála og stórauka styrki til loftslagsverkefna, sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni sjálfbærni. Við þurfum að byggja upp velsældar- og hringrásarhagkerfi og hætta að einblína á linnulausan hagvöxt. Núverandi ríkisstjón hefur sýnt og sannað að þau munu aldrei gera neitt af þessu, kjósið rétt í haust. Höfundur er starfskona Eflingar og í framboði í prófkjöri Pírata til alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Jafnréttismál Píratar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. Frá verkfallsaðgerðum fyrir tveimur árum. Þá risu láglaunakonur í hótel- og veitingabransanum á Íslandi upp og kröfðust hærri launa og bættra kjara. Kjarasamningurinn sem úr þessu verkfalli kom var sögulegur, fyrir utan launahækkanir þá var gerður svokallaður "lífskjarasamningur" með aðkomu ríkisstjórnarinnar sem m.a. átti að tryggja láglaunafólki aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Hlutdeildarlán með vanhugsuðum skilyrðum Það tók ríkisstjórnina töluverðan tíma að útfæra lausn á húsnæðisvandanum og upp úr krafsinu komu “hlutdeildarlán” sem á að gera fólki sem ekki á útborgun fyrir húsnæðiskaupum kleift að fá lán frá ríkinu. Margir glöddust við þessar fréttir og þá sérstaklega fjölskyldufólk, en þetta var auðvitað of gott til að vera satt. Tek dæmi af konu sem ég þekki, hún er einstæð móðir með tvö börn á unglingsaldri. Þau hafa búið í 50 fm. tveggja herbergja íbúð í 5 ár vegna þess að hún ræður ekki við að greiða leigu af stærra húsnæði, það er of þröngt fyrir móðir með tvo unglinga og gladdist hún mjög við að geta loks séð fyrir endann á erfiðu tímabili og sótti um greiðslumat til hlutdeildarláns. Hún var metin hæf til að fá lán allt að 47. milljónum, sem hljómar bara vel, nema það er hængur þar á, íbúðin þarf að vera ný og hún þarf að uppfylla viss skilyrði um stærð og herbergjafjölda miðað við verð. Af vef HMS: Íbúð sem er 91 fm með 2 svefnherbergi getur að hámarki kostað 49.500.000 kr. Það er ekki hægt að fá nýja 3-4 herbergja íbúðir í Reykjavík þar sem hún býr fyrir 47 milljónir. Þegar hún leitaði svara hjá HMS var henni sagt að möguleiki væri fyrir hana að fá lán fyrir eldri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins. Það á semsagt að senda einstæða móður og börnin hennar tvö út á land til að hún geti eignast húsnæði? Í dag býr hún og starfar innan hverfis síns, hún á ekki bíl og hefur ekki efni á að reka bíl heldur gengur eða hjólar í vinnuna, annað barnið hennar er í hverfisskóla og hitt tekur strætó í framhaldsskóla í næsta hverfi. Það er ekki raunhæf lausn fyrir hana að flytja út á land, hún þyrfti að rífa börnin sín upp með rótum og þar að auki reka bíl til að komast í vinnuna. Það sjá það allir að þetta er engin lausn! Ef foreldrar búa við skort, þá búa börn við skort Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og enn og aftur þarf man að minna á að það hallar á konur í þessu “velferðarsamfélagi jöfnuðar” á Íslandi. Það er staðreynd að við konur tökum enn á okkur meiri ábyrgð og barnauppeldi, við fáum ennþá lægri laun en karlar og ríkisstjórnin smíðar enn “lausnir” sem ekki nýtast einstæðum mæðrum og láglaunafjölskyldum. Þetta er auðvitað ekkert annað en forréttindablinda sem veldur, ef við kjósum fólk til að stjórna þessu samfélagi sem aldrei hefur sjálft búið við skort þá er mjög líklegt að það smíði vanhugsaðar lausnir sem ekki henta þeim sem mest þurfa á að halda. Hlutdeildarlán virðist því miður henta takmörkuðum hópi fólks til að kaupa glænýjar íbúðir á meðan skýrslur koma fram sem varpa ljósi á að tæplega þúsund börn búa með foreldrum sínum í ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri börn búa við skort. Nýleg skýrsla Unicef áætlar að um 6100 börn á Íslandi búa við skort, alls eru 9,1% barna á Íslandi sem líða efnislegan skort og skorturinn mælist mestur á sviði húsnæðis og hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Konurnar í Eflingu fóru ekki í verkfall og samþykktu ekki kjarasamninginn til að þetta yrði útkoman. Hvernig komum við á jöfnuði? Katrín Jakobsdóttir, það dugar ekki að skreyta sig með góðum ræðum og hringja bjöllu Kauphallarinnar til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Það þarf að laga stórgallaðar reglur og skilyrði hlutdeilarlána og byggja meira af fjölskylduvænu og hagstæðu húsnæði. Atvinnuleysi hefur tvöfaldast vegna heimsfaraldurs og þá sérstaklega hjá fólki í ferðaiðnaðinum. Konurnar sem þrifu hótelin, elduðu og báru fram matinn til ferðamanna og héldu rekstrinum gangandi í láglaunastörfum fá skammarlega lágar atvinnuleysisbætur og þær þarf að hækka á meðan þetta ástand varir. Það á enginn á Íslandi að þurfa að líða skort, auðlindir okkar eru nægar til að við getum öll haft það gott. Ég legg til að atvinnulausir á Íslandi hljóti skilyrðislausa grunnframfærslu sem hægt er að lifa af. Að við komum á nýrri stjórnarskrá sem við samþykktum í kosningum árið 2012 og sem stuðlar að auknu beinu lýðræði og því að við öll njótum auðlinda þessa lands en ekki örfáir útvaldir. Að lífeyrissjóðir séu sameinaðir með þeim tilgangi að fækka þeim verulega og minnka yfirbyggingu og að stjórnir og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða þurfi að vera skipaðir af þeim sem í þá greiða með kosningu reglulega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í samfélaginu, byggja húsnæði á viðráðanlegu verði, þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili og stuðla að mannsæmandi og óskilyrtum greiðslum til lífeyrisþega. Til að fjölga störfum og komast til móts við atvinnuleysi á ríkið að fjárfesta í aukinni þjónustu í heilbrigðiskerfinu, til menntamála og stórauka styrki til loftslagsverkefna, sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni sjálfbærni. Við þurfum að byggja upp velsældar- og hringrásarhagkerfi og hætta að einblína á linnulausan hagvöxt. Núverandi ríkisstjón hefur sýnt og sannað að þau munu aldrei gera neitt af þessu, kjósið rétt í haust. Höfundur er starfskona Eflingar og í framboði í prófkjöri Pírata til alþingiskosninga.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar