Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar Ragnheiður Einarsdóttir, Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir skrifa 18. mars 2021 13:01 Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar