Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2021 20:45 Lárus Jónsson var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. „Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
„Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu