„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2021 15:45 Úr leiknum í Györ í dag. getty/Chris Ricco Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50