Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvenía 21-21 | Draumurinn um HM úti Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 22:16 Karen berst gegn Slóvenum í kvöld. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Slóvaníu, 21-21 í umspili um sæti á HM 2021. Þetta dugði ekki til og Slóvenía komnar áfram Það var ljóst að þetta yrði hörkuleikur strax á fyrstu mínútum leiksins. Vörn íslenska liðsins sýndi mátt sinn strax í upphafi og átti Slóvenía ekki jafn auðvelt með að finna rammann líkt og í síðasta leik. Það var allt annað að sjá sóknarleik Íslands í þessum leik og leiddu þær með 1-2 mörkum bróðurpart fyrri hálfleiks. Það var ekki fyrr en þegar um tvær mínútur voru eftir að Slóvenía kom sér yfir. Hálfleikstölur 8-9. Það gekk erfiðlega að fá fyrsta mark seinni hálfleiksins en Ísland átti það eftir um 5 mínútur. Ísland náði að koma sér aftur í 1-2 marka forystu og þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 15-13. Þær Slóvönsku voru ekki að baki dottnar og gáfu í á lokamínútunum og komu sér einu marki yfir. Í síðustu sókn Íslands var víti dæmt og skorar Ragnheiður Júlíusdóttir af öryggi. Jafntefli því niðurstaðan í þessum leik, 21-21. Afhverju varð jafntefli? Það var hart barist í þessum leik. Íslenska liðið vildi hefna fyrir hvernig fór í fyrri leiknum og mættu tvíelfdar til leiks. Slóvenía er með gríðarlega öflugt lið eins og sást bæði í þessum leik og fyrri leiknum en íslensku stelpurnar mættu þeim að krafti og því fór sem fór. Hverjar stóðu upp úr? Hjá íslenska liðinu var Ragnheiður Júlíusdóttir atkvæðamest með 5 mörk. Lovísa Thompson og Sigríður Hauksdóttir voru með 4 mörk hvor. Elín Jóna var góð í markinu með 7 varða bolta, 26% markvörslu. Hjá Slóveníu var Tjasa Stanko atkvæðamest með 8 mörk. Amra Pandzic var öflug í markinu með 13 varða bolta, 38% markvörslu Hvað gekk illa? Það er erfitt að segja til hvað gekk illa hjá íslenska liðinu í kvöld. Það var svo mikill munur á liðinu frá því í síðasta leik. Það voru nokkrir klaufalegir tapaðir boltar og ótímabær skot sem hefðu mögulega geta breytt úrslitunum. Hvað gerist næst? Slóvenía eru komnar áfram í umspil fyrir HM 2021. Arnar Pétursson: Við vorum áræðnar að fara maður á mann og fórum grimmar í þann bardaga ,,Ég er mjög ángæður með stelpurnar, eins og ég hef verið í þennan mánuð sem við höfum verið saman. Þær eru alltaf tilbúnar og leggja sig 100% fram við þetta,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta eftir jafntefli móti Slóveníu. ,,Það er okkar að skapa umgjörð og gera umhverfið þeirra þannig að það sé hægt að krefjast meira og ég er mjög stoltur og ánægður með þær.“ Það var mikil breyting á liðinu frá leiknum á laugardaginn þar sem Slóvenía sigraði með 10 mörkum, 24-14. ,,Þær voru beittar varnarlega, bakverðirnir hjá þeim eru að koma hátt og það kom okkur úr takti í fyrri leiknum. Við svöruðum því ágætlega. Þetta er hörkulið og þær spila mjög góðan varnarleik. Við vorum áræðnar að fara maður á mann og fórum grimmar í þann bardaga. Það er það sem breyttist helst.“ Í fyrstu leikjunum detta Steinunn Björnsdóttir og Sunna Jónsdóttir úr liðinu og var það áfall fyrir liðið. Reynsluboltinn, Anna Úrsúla var kölluð inn í hópinn og var öflug í leiknum í kvöld. ,,Það átta sig ekkert alltaf á því hvernig Anna Úrsúla er. Hún hefur reynslu og gríðarlega útgeislun og það að fá hana á æfingar gerir æfingarnar betri. Fyrir þessar ungu stelpur sem við erum með að æfa og upplifa að vera með Önnu, er ákveðin skóli útaf fyrir sig.“ ,,Við þurfum að skoða stöðuna. Við þurfum að velta ýmsum hlutum fyrir okkur og gera betur á mörgum sviðum. Við erum sátt með úrslitin í kvöld og ætlum að vera það. En við þurfum að skoða heildarmyndina og meta þetta aðeins áður en lengra er haldið, “ sagði Arnar að lokum. HM 2021 í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Slóvaníu, 21-21 í umspili um sæti á HM 2021. Þetta dugði ekki til og Slóvenía komnar áfram Það var ljóst að þetta yrði hörkuleikur strax á fyrstu mínútum leiksins. Vörn íslenska liðsins sýndi mátt sinn strax í upphafi og átti Slóvenía ekki jafn auðvelt með að finna rammann líkt og í síðasta leik. Það var allt annað að sjá sóknarleik Íslands í þessum leik og leiddu þær með 1-2 mörkum bróðurpart fyrri hálfleiks. Það var ekki fyrr en þegar um tvær mínútur voru eftir að Slóvenía kom sér yfir. Hálfleikstölur 8-9. Það gekk erfiðlega að fá fyrsta mark seinni hálfleiksins en Ísland átti það eftir um 5 mínútur. Ísland náði að koma sér aftur í 1-2 marka forystu og þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 15-13. Þær Slóvönsku voru ekki að baki dottnar og gáfu í á lokamínútunum og komu sér einu marki yfir. Í síðustu sókn Íslands var víti dæmt og skorar Ragnheiður Júlíusdóttir af öryggi. Jafntefli því niðurstaðan í þessum leik, 21-21. Afhverju varð jafntefli? Það var hart barist í þessum leik. Íslenska liðið vildi hefna fyrir hvernig fór í fyrri leiknum og mættu tvíelfdar til leiks. Slóvenía er með gríðarlega öflugt lið eins og sást bæði í þessum leik og fyrri leiknum en íslensku stelpurnar mættu þeim að krafti og því fór sem fór. Hverjar stóðu upp úr? Hjá íslenska liðinu var Ragnheiður Júlíusdóttir atkvæðamest með 5 mörk. Lovísa Thompson og Sigríður Hauksdóttir voru með 4 mörk hvor. Elín Jóna var góð í markinu með 7 varða bolta, 26% markvörslu. Hjá Slóveníu var Tjasa Stanko atkvæðamest með 8 mörk. Amra Pandzic var öflug í markinu með 13 varða bolta, 38% markvörslu Hvað gekk illa? Það er erfitt að segja til hvað gekk illa hjá íslenska liðinu í kvöld. Það var svo mikill munur á liðinu frá því í síðasta leik. Það voru nokkrir klaufalegir tapaðir boltar og ótímabær skot sem hefðu mögulega geta breytt úrslitunum. Hvað gerist næst? Slóvenía eru komnar áfram í umspil fyrir HM 2021. Arnar Pétursson: Við vorum áræðnar að fara maður á mann og fórum grimmar í þann bardaga ,,Ég er mjög ángæður með stelpurnar, eins og ég hef verið í þennan mánuð sem við höfum verið saman. Þær eru alltaf tilbúnar og leggja sig 100% fram við þetta,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta eftir jafntefli móti Slóveníu. ,,Það er okkar að skapa umgjörð og gera umhverfið þeirra þannig að það sé hægt að krefjast meira og ég er mjög stoltur og ánægður með þær.“ Það var mikil breyting á liðinu frá leiknum á laugardaginn þar sem Slóvenía sigraði með 10 mörkum, 24-14. ,,Þær voru beittar varnarlega, bakverðirnir hjá þeim eru að koma hátt og það kom okkur úr takti í fyrri leiknum. Við svöruðum því ágætlega. Þetta er hörkulið og þær spila mjög góðan varnarleik. Við vorum áræðnar að fara maður á mann og fórum grimmar í þann bardaga. Það er það sem breyttist helst.“ Í fyrstu leikjunum detta Steinunn Björnsdóttir og Sunna Jónsdóttir úr liðinu og var það áfall fyrir liðið. Reynsluboltinn, Anna Úrsúla var kölluð inn í hópinn og var öflug í leiknum í kvöld. ,,Það átta sig ekkert alltaf á því hvernig Anna Úrsúla er. Hún hefur reynslu og gríðarlega útgeislun og það að fá hana á æfingar gerir æfingarnar betri. Fyrir þessar ungu stelpur sem við erum með að æfa og upplifa að vera með Önnu, er ákveðin skóli útaf fyrir sig.“ ,,Við þurfum að skoða stöðuna. Við þurfum að velta ýmsum hlutum fyrir okkur og gera betur á mörgum sviðum. Við erum sátt með úrslitin í kvöld og ætlum að vera það. En við þurfum að skoða heildarmyndina og meta þetta aðeins áður en lengra er haldið, “ sagði Arnar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti