Efnahagur Íslands strandar á ný Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 16:31 Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar