Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. júní 2021 11:03 Skemmtikrafturinn Eva Ruza talar um ástina, lífið og rómantíkina í viðtali við Makamál. „Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. Eva kynntist manninum sínum Sigurði Þóri Þórssyni þegar hún var aðeins sautján ára gömul og segist hún vera mjög heppin með hann Sigga sinn. Eva er þekkt fyrir að vera orkumikill gleðigjafi sem lætur ekki eitt starf duga. „Ég starfa daglega við hlið mömmu í blómabúðinni hennar Ísblóm en einnig starfa ég sem skemmtikraftur, veislustjóri og Stjörnufréttakona á K100. Ásamt þessu dett ég annað slagið í útvarpskonusætið.“ Eva Ruza er mjög hnyttin og mikill gleðigjafi. Hún er vinsæll veislustjóri og skemmtikraftur og fer sviðið henni einstaklega vel. „Ég þarf að hafa mikinn fjölbreytileika í því sem ég geri og þetta er hin fullkomna blanda fyrir mig. Siggi starfar við hlið pabba míns, á veitingastaðnum okkar Svarta Kaffi. Þeir stýra því skipi saman.“ Hvar eruð þið búsett? „Við búum á stað sem hefur oft verið kallaður nafli alheimsins, vesturbærinn í Kópavogi. Þar hef ég búið síðan ég fæddist og var svo heppin að Siggi elskaði West Coast Kóp jafn mikið og ég.“ Eva segir heimsfaraldurinn hafa haft góð áhrif á sig persónulega þegar hann skall á því hún hafi virkilega þurft á hvíldinni að halda. Ég var búin að keyra dálítið stíft á mig í skemmtibusiness í nokkra mánuði, þar sem ég var á þeim tíma líka að taka upp sjónvarpsþættinina mína Mannlíf. Var því hvíldinni fegin. En ég get ekki sagt að Covid hafi truflað mig andlega mikið. Saknaði þess mest að geta ekki hitt vinkonur mínar eins og ég vildi. Einnig segist Eva fagna því að vera aftur farin að skemmta fyrir framan fólk en ekki á Zoom eða Teams en síðasta haust var „stjörnubilað“ að gera í þeim bransa að Evu sögn. „Blómabúðin hefur hinsvegar verið í blússandi siglingu allan Covid tímann, og greinilegt að fólk vildi hafa lifandi blóm hjá sér heima.“ Eva Ruza og Sigurður Þór hafa verið saman í tuttugu ár og geisla af hamingju. Hjónin giftu sig Slóvaníu. Hvað er framundan hjá þér, vinnulega - persónulega? „Það er sko stútfull gleði framundan hjá mér. Skemmtibransinn er þétt bókaður í júní, en svo ætla ég að stroka mig alveg út í júlí og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni. Ég ætla reyndar ekki að tæta hringinn í þetta sinn. Gerði það síðasta sumar í slagveðri. Fer hringinn aftur eftir tíu ár reikna ég með.“ Reykjavikurmaraþonið bíður mín í ágúst þar sem ég ætla að hlaupa fyrir gott málefni , og svo í lok sumars snýr The Color Run aftur, og mun ég skottast upp á sviðið og stýra þeim viðburði eins og ég hef gert síðustu ár. Haustið er svo bara eintóm gleði. Árshátíðir hægri, vinstri þar sem ég og Hjálmar Örn vinur minn munum tæta um landið og skemmta. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) „Í nóvember er svo gulrót sem bíður mín og fjölskyldunnar en við ætlum að skella okkur til Tenerife í átta daga. Og já, ég er svo spennt að ég er búin að kaupa bikiní. Það má. Er jafnvel að spá í að taka æfingaakstur í sumar upp á völl.“ Eva Ruza mun ekki láta sig vanta í Color Run hlaupið í ár en hún hefur stýrt viðburðinum síðustu ár. Fariði hjónin á stefnumót reglulega? „Við erum dugleg við að eiga hádegisdeit hér og þar og búa til okkar móment. Litlu mómentin eru allt sem skiptir máli í þessu lífi. Þau skilja vanalega mest eftir sig.“ Hér fyrir neðan svarar Eva Ruza spurningum í viðtalsliðnum Ást er.. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notebook. Það er alveg merkilegt að ég hor-grenji í hvert einasta skipti sem ég horfði á þá mynd. Ég þyl upp textann með þeim og vil helst að minn heittelskaði eiginmaður haldi á mér í rigningu og keli við mig þegar ég er búin að horfa. Hefur samt ekki gerst. Fyrsti kossinn: Æji, hann var ferlega krúttlegur í fjallaþorpi í Austurríki. Það var gríðarleg spenna yfir yfirvofandi fyrsta kossi og , já ég verð að segja. Hann stóðst væntingar. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Ég viðurkenni, að ég grenjaði smá þegar ég áttaði mig á því sextán ára gömul að ég væri ekki að fara að giftast austurrísku fjallageitinni sem smellti fyrsta kossinum á mig. Truly Madly Deeply með Savage Garden var á repeat í smá tíma meðan það jafnaði sig. Geðveikislega væmið lag um að standa saman á fjalli. Fæ alltaf hlýtt í hjartað þegar ég heyri það lag. En ég hef verið heppin. Ég var sautján ára þegar ég fann Sigga minn og hann hefur farið vel með hjartað mitt. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Í raun ekkert endilega eitthvað fancy. Það nægir mér að fá Sigga minn og eitthvað gott að borða. Væri gaman að labba svo út í rigningu og taka Notebook atriðið. Það væri rómó. Held ég geti samt jarðað þann draum. Uppáhaldsmaturinn minn: Ég segi alltaf pizza með skinku og ananas þegar ég er spurð um uppáhaldsmatinn minn. Er nægjusöm lady. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Fyrsta gjöfinni sem ég gaf manninum mínum: Ég gaf honum hálsmen sem ég var búin að láta grafa í stafina S & E. Veit reyndar ekki hvar þetta hálsmen er í dag, en við erum tattúveruð með stöfum hvors annars og barnanna okkar. Eva og Siggi fengu sér húðflúr með upphafsstöfum hvors annars. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér koparlitaðan kjól og litla glitrandi kórónu. Sagði að ég væri prinsessan hans. Rosalega ástfangin dúlla af Evu sinni. Hef reyndar ekki fengið kórónu síðan. Er að bíða eftir drottningarkórónunni, hahaha. Hlýtur að koma að því. Lagið „okkar“ er: Lagið Neistinn með Sálinni. Stebbi Hilmars á fullu blasti á sviðinu að syngja um neista og við Siggi ógeðslega væmin að stara á hvort annað og dansa. Mögulega smá sleikur hér og þar og við erum í minningunni ein á dansgólfinu. Lagið sem við dönsuðum svo fyrsta dansinn okkar við þegar við giftum okkur var Unchained Melody úr myndinni Ghost. Lög sem ég tengi stíft við. Ég elska að: Vera með fólkinu mínu, þau eru mín allra mesta hamingja, og að standa uppi á sviði að skemmta fólki. Ég nærist á sviði og orkunni sem kemur frá fólki. Maðurinn minn er: Sá allra besti. Kann allt, getur allt, órómantískastur í heimi, fyndinn, ljúfur, góður, besti pabbinn, dellukall, fótboltaæsingur, hvetur mig áfram og stór og sterkur. Gæti haldið endalaust áfram. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Rómantískasti staður á landinu, eða í heiminum er: Staðurinn okkar Sigga í Slóveníu þar sem við giftum okkur, og sveitin hans pabba í Króatíu þar sem fjölskyldan okkar er. Uppáhaldsstaðurinn minn og okkar Sigga í heiminum. Æskuminningar, minningar á fullorðinsárum og bý til minningar þar með börnunum okkar í dag. Ást er: Ást er það allra besta. Það er bara ósköp einfalt svar. Hvort sem það er ást til makans, barnanna eða fjölskyldu og vina. Það er dýrmætt að fá að upplifa ást. Falleg fjölskylda. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Evu Ruzu á samfélagsmiðlum er hægt að nálgast Ingstagram síðuna hennar hér. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Gætir þú hugsað þér að fara á hraðstefnumót? Makamál Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Eva kynntist manninum sínum Sigurði Þóri Þórssyni þegar hún var aðeins sautján ára gömul og segist hún vera mjög heppin með hann Sigga sinn. Eva er þekkt fyrir að vera orkumikill gleðigjafi sem lætur ekki eitt starf duga. „Ég starfa daglega við hlið mömmu í blómabúðinni hennar Ísblóm en einnig starfa ég sem skemmtikraftur, veislustjóri og Stjörnufréttakona á K100. Ásamt þessu dett ég annað slagið í útvarpskonusætið.“ Eva Ruza er mjög hnyttin og mikill gleðigjafi. Hún er vinsæll veislustjóri og skemmtikraftur og fer sviðið henni einstaklega vel. „Ég þarf að hafa mikinn fjölbreytileika í því sem ég geri og þetta er hin fullkomna blanda fyrir mig. Siggi starfar við hlið pabba míns, á veitingastaðnum okkar Svarta Kaffi. Þeir stýra því skipi saman.“ Hvar eruð þið búsett? „Við búum á stað sem hefur oft verið kallaður nafli alheimsins, vesturbærinn í Kópavogi. Þar hef ég búið síðan ég fæddist og var svo heppin að Siggi elskaði West Coast Kóp jafn mikið og ég.“ Eva segir heimsfaraldurinn hafa haft góð áhrif á sig persónulega þegar hann skall á því hún hafi virkilega þurft á hvíldinni að halda. Ég var búin að keyra dálítið stíft á mig í skemmtibusiness í nokkra mánuði, þar sem ég var á þeim tíma líka að taka upp sjónvarpsþættinina mína Mannlíf. Var því hvíldinni fegin. En ég get ekki sagt að Covid hafi truflað mig andlega mikið. Saknaði þess mest að geta ekki hitt vinkonur mínar eins og ég vildi. Einnig segist Eva fagna því að vera aftur farin að skemmta fyrir framan fólk en ekki á Zoom eða Teams en síðasta haust var „stjörnubilað“ að gera í þeim bransa að Evu sögn. „Blómabúðin hefur hinsvegar verið í blússandi siglingu allan Covid tímann, og greinilegt að fólk vildi hafa lifandi blóm hjá sér heima.“ Eva Ruza og Sigurður Þór hafa verið saman í tuttugu ár og geisla af hamingju. Hjónin giftu sig Slóvaníu. Hvað er framundan hjá þér, vinnulega - persónulega? „Það er sko stútfull gleði framundan hjá mér. Skemmtibransinn er þétt bókaður í júní, en svo ætla ég að stroka mig alveg út í júlí og njóta þess að vera með fjölskyldunni minni. Ég ætla reyndar ekki að tæta hringinn í þetta sinn. Gerði það síðasta sumar í slagveðri. Fer hringinn aftur eftir tíu ár reikna ég með.“ Reykjavikurmaraþonið bíður mín í ágúst þar sem ég ætla að hlaupa fyrir gott málefni , og svo í lok sumars snýr The Color Run aftur, og mun ég skottast upp á sviðið og stýra þeim viðburði eins og ég hef gert síðustu ár. Haustið er svo bara eintóm gleði. Árshátíðir hægri, vinstri þar sem ég og Hjálmar Örn vinur minn munum tæta um landið og skemmta. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) „Í nóvember er svo gulrót sem bíður mín og fjölskyldunnar en við ætlum að skella okkur til Tenerife í átta daga. Og já, ég er svo spennt að ég er búin að kaupa bikiní. Það má. Er jafnvel að spá í að taka æfingaakstur í sumar upp á völl.“ Eva Ruza mun ekki láta sig vanta í Color Run hlaupið í ár en hún hefur stýrt viðburðinum síðustu ár. Fariði hjónin á stefnumót reglulega? „Við erum dugleg við að eiga hádegisdeit hér og þar og búa til okkar móment. Litlu mómentin eru allt sem skiptir máli í þessu lífi. Þau skilja vanalega mest eftir sig.“ Hér fyrir neðan svarar Eva Ruza spurningum í viðtalsliðnum Ást er.. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notebook. Það er alveg merkilegt að ég hor-grenji í hvert einasta skipti sem ég horfði á þá mynd. Ég þyl upp textann með þeim og vil helst að minn heittelskaði eiginmaður haldi á mér í rigningu og keli við mig þegar ég er búin að horfa. Hefur samt ekki gerst. Fyrsti kossinn: Æji, hann var ferlega krúttlegur í fjallaþorpi í Austurríki. Það var gríðarleg spenna yfir yfirvofandi fyrsta kossi og , já ég verð að segja. Hann stóðst væntingar. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Ég viðurkenni, að ég grenjaði smá þegar ég áttaði mig á því sextán ára gömul að ég væri ekki að fara að giftast austurrísku fjallageitinni sem smellti fyrsta kossinum á mig. Truly Madly Deeply með Savage Garden var á repeat í smá tíma meðan það jafnaði sig. Geðveikislega væmið lag um að standa saman á fjalli. Fæ alltaf hlýtt í hjartað þegar ég heyri það lag. En ég hef verið heppin. Ég var sautján ára þegar ég fann Sigga minn og hann hefur farið vel með hjartað mitt. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Í raun ekkert endilega eitthvað fancy. Það nægir mér að fá Sigga minn og eitthvað gott að borða. Væri gaman að labba svo út í rigningu og taka Notebook atriðið. Það væri rómó. Held ég geti samt jarðað þann draum. Uppáhaldsmaturinn minn: Ég segi alltaf pizza með skinku og ananas þegar ég er spurð um uppáhaldsmatinn minn. Er nægjusöm lady. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Fyrsta gjöfinni sem ég gaf manninum mínum: Ég gaf honum hálsmen sem ég var búin að láta grafa í stafina S & E. Veit reyndar ekki hvar þetta hálsmen er í dag, en við erum tattúveruð með stöfum hvors annars og barnanna okkar. Eva og Siggi fengu sér húðflúr með upphafsstöfum hvors annars. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér koparlitaðan kjól og litla glitrandi kórónu. Sagði að ég væri prinsessan hans. Rosalega ástfangin dúlla af Evu sinni. Hef reyndar ekki fengið kórónu síðan. Er að bíða eftir drottningarkórónunni, hahaha. Hlýtur að koma að því. Lagið „okkar“ er: Lagið Neistinn með Sálinni. Stebbi Hilmars á fullu blasti á sviðinu að syngja um neista og við Siggi ógeðslega væmin að stara á hvort annað og dansa. Mögulega smá sleikur hér og þar og við erum í minningunni ein á dansgólfinu. Lagið sem við dönsuðum svo fyrsta dansinn okkar við þegar við giftum okkur var Unchained Melody úr myndinni Ghost. Lög sem ég tengi stíft við. Ég elska að: Vera með fólkinu mínu, þau eru mín allra mesta hamingja, og að standa uppi á sviði að skemmta fólki. Ég nærist á sviði og orkunni sem kemur frá fólki. Maðurinn minn er: Sá allra besti. Kann allt, getur allt, órómantískastur í heimi, fyndinn, ljúfur, góður, besti pabbinn, dellukall, fótboltaæsingur, hvetur mig áfram og stór og sterkur. Gæti haldið endalaust áfram. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Rómantískasti staður á landinu, eða í heiminum er: Staðurinn okkar Sigga í Slóveníu þar sem við giftum okkur, og sveitin hans pabba í Króatíu þar sem fjölskyldan okkar er. Uppáhaldsstaðurinn minn og okkar Sigga í heiminum. Æskuminningar, minningar á fullorðinsárum og bý til minningar þar með börnunum okkar í dag. Ást er: Ást er það allra besta. Það er bara ósköp einfalt svar. Hvort sem það er ást til makans, barnanna eða fjölskyldu og vina. Það er dýrmætt að fá að upplifa ást. Falleg fjölskylda. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Evu Ruzu á samfélagsmiðlum er hægt að nálgast Ingstagram síðuna hennar hér.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Gætir þú hugsað þér að fara á hraðstefnumót? Makamál Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira