Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 10:03 Jennie Nilsson hefur gegnt embætti ráðherra byggðamála í Svíþjóð frá árinu 2019. EPA Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun. Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun.
Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41