Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:02 Sigmar talar um Eurovision ferðina sína, barneignir, áfengi, áföll og margt fleira í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Snæbjörn talar við fólk Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. Nú í ár hefur Sigmar undið kvæði sínu rækilega í kross, sagt skilið við fjölmiðla og stefnir á framboð til þings á framboðslista Viðreisnar haustið 2021. Lífið hefur fært Sigmari mörg stórkostleg tækifæri en hefur þó ekki ávallt verið dans á rósum; hann er óvirkur alkóhólisti og hefur þurft að sigrast á sínum djöflum til að komast á þann stað sem hann er á í dag. Þessa dagana er hann spenntur fyrir nýrri áskorun, þakklátur fyrir lífið sem hann hefur byggt sér, heltekinn af náttúruhlaupum og að eigin sögn mjög lánsamur maður. Hann er gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Sú nýlega ákvörðun um að færa sig yfir í stjórnmálin kom nokkuð óvænt. Sigmar var í smá naflaskoðun á sama tíma og stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hafði samband við hann varðandi mögulegt framboð. Á þessum tíma langaði Sigmar að breyta til og ákvað að taka áskoruninni og hugsanlega geta haft áhrif á samfélagið sem hann hafði eytt svo mörgum árum í að fjalla um. Aðspurður um hvernig hann upplifi að koma inn í dags daglega vinnu hjá stjórnmálaflokkunum talar Sigmar mjög fallega um grasrótina. „Þessi grasrótarhlið sem ég hef ekki kynnst áður, hún er mjög skemmtileg.“ Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigmar Guðmundsson Þótti vænt um kveðjur frá þingmönnum á Alþingi Sigmar væri alveg til í að setjast á þing. Hann er í 2. sæti í Suðvestur kjördæminu þar sem Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, situr í 1. sæti. Þetta sæti hefur verið þingsæti og er Sigmar býsna bjartsýnn á að komast á þing. „Við sjáum það á skoðanakönnunum að þetta lítur mjög vel út. Það eru alveg ágætis líkur á að mér skoli inn á þing.“ Sigmar er vanur umtali en hugsaði sig örlítið um hvort hann væri til í allt það umtal – ekki allt jákvætt – sem þingmenn verða fyrir. „Er maður til í allt það neikvæða sem fylgir þessu? Hvernig er talað um stjórnmálamenn oft á netinu og annað. Það er held ég partur af þessu.“ Almennt hefur Sigmar fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu nýja skrefi í lífinu, að fara út í stjórnmál. „Mér þótti svolítið vænt um það þegar þetta var tilkynnt, að ég fékk kveðjur frá fólki sem situr á þingi út hinum og þessum flokkum.“ Sumir voru hissa, þá sérstaklega kollegar innan RÚV, og Sigmar hefur fengið nokkur smáskilaboð þar sem fólk hafði neikvæða hluti að segja um þetta nýja skref, en almennt hafa viðbrögðin verið mjög jákvæð. „Ég fékk einhver tvö eða þrjú SMS sem voru leiðinleg.“ Sigmar Guðmundsson fer yfir ferilinn, æskuna og pólitíkina í viðtalinu.Vísir/Vilhelm Andlegt niðurbrot Sigmar er óvirkur alkóhólisti í dag og var búinn að vera edrú lengi þegar eitt sinn hann féll, og þá „með dálitlum látum“ eins og hann orðar það sjálfur. Einna erfiðast þótti honum hvað hann olli sjálfum sér miklum vonbrigðum fyrir að hafa brugðist sínum nánustu. „Það fylgir þessu ákveðinn óheiðarleiki, þú ert að bregðast fólkinu þínu, þú ert ekki að standa þig sem faðir, þú ert ekki að standa þig í vinnunni. Ég fór í gegnum allt þetta, mjög illa.“ Það tók Sigmar um tvö ár að koma fótunum aftur almennilega undir sig eftir þetta stóra bakslag. „Þetta var svolítið andlegt niðurbrot.“ Hann veltir einnig fyrir sér hversu djúpt maður eigi að deila af sinni reynslu sem opinber persóna; auðvitað sé umræðan mikilvæg en þó sé líka nauðsynlegt að viðhalda friðhelgi eigin einkalífs. Sigmar byrjaði að drekka á unglingsaldri og segir áfengi aldrei hafa farið sér vel. Hann trúir þó á að fólk eigi að hafa frelsi til að neyta áfengis ef það skaðar ekki sig eða aðra. Upplifði mikla reiði á unglingsárunum Sigmar átti erfið ár sem 12 til 16 ára strákur og burðaðist um með mikla reiði sem hann skildi ekki á þeim tíma. „Ég var að reyna að gera upp áföll sem ég lenti í þegar ég var mjög ungur, án þess að vita það. Ég var reiður. Það var brotið gegn mér og maður skildi ekkert hvað var í gangi í kollinum.“ Eftir á að hyggja sá Sigmar að hann var að burðast með áföll sem hann hafði ekki getað unnið úr, og kerfið ekki jafn skilvirkt á þeim tíma og það er í dag. „Mér fór að líða betur en ég gerði aldrei upp þessi æskuáföll fyrr en löngu síðar og hefði nú betur gert það fyrr.“ Sigmar Guðmundsson kveður RÚV eftir 23 ár og er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.Viðreisn Rauður óuppgerður þráður Sigmar setur samhengi á milli áfengisvandamála sinna og þessarra áfalla sem hann upplifði í æsku, enda margir sem vilja meina að fíknisjúkdómar byggi oft á óuppgerðum áföllum. „Verandi óvirkur alki þá veit ég að þessi sjúkdómur er, og þetta er það sem mér finnst, að hann er mjög áfalladrifinn,“ útskýrir Sigmar. „Í mínu tilfelli snýst þetta að einhverju leyti um eitthvað sem maður verður fyrir þegar maður er ungur. Það er síðan einhver rauður óuppgerður þráður, sem maður tekst á við síðar. Maður fattar þetta samhengi ekki fyrr en maður er orðinn miklu eldri. Maður ímyndar sér það í dag, að þarna sé eitthvað sem var miklu sterkara afl í lífinu heldur en maður hefði kannski haldið. Ég fór bara í það löngu síðar að takast á við þessa hluti. Þarna voru hlutir að gerast sem að fjölskyldan mín vissi ekki af, sem að enginn vissi neitt af.“ Hann vildi ekki fara út í smáatriði en segist ekki hafa unnið úr sínum æskuáföllum fyrr en fyrir örfáum árum síðan. Sigmar varð pabbi einungis 18 ára og sér eftir á að hann var hugsanlega ekki tilbúinn til þess og ræðir það í viðtalinu. Í dag á hann ung börn, fjögurra og átta ára, og önnur á milli þess elsta og þeirra yngstu, og hann sér mikinn mun á því hversu tilbúinn hann var til að verða faðir. Honum finnst ekkert erfitt að eiga ung börn og finnst Sigmari dásamlegt að vera tveggja barna faðir í kjarnafjölskyldu. Viðtalið í heild sinni er komið á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Snæbjörn talar við fólk Alþingi Fíkn Viðreisn Tengdar fréttir „Öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel“ Sigmar Guðmundsson: „Ég er bara öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel. Ég held að Viðreisn sé góður staður til þess.“ 27. maí 2021 13:36 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Mest lesið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Fleiri fréttir Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós Sjá meira
Nú í ár hefur Sigmar undið kvæði sínu rækilega í kross, sagt skilið við fjölmiðla og stefnir á framboð til þings á framboðslista Viðreisnar haustið 2021. Lífið hefur fært Sigmari mörg stórkostleg tækifæri en hefur þó ekki ávallt verið dans á rósum; hann er óvirkur alkóhólisti og hefur þurft að sigrast á sínum djöflum til að komast á þann stað sem hann er á í dag. Þessa dagana er hann spenntur fyrir nýrri áskorun, þakklátur fyrir lífið sem hann hefur byggt sér, heltekinn af náttúruhlaupum og að eigin sögn mjög lánsamur maður. Hann er gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Sú nýlega ákvörðun um að færa sig yfir í stjórnmálin kom nokkuð óvænt. Sigmar var í smá naflaskoðun á sama tíma og stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hafði samband við hann varðandi mögulegt framboð. Á þessum tíma langaði Sigmar að breyta til og ákvað að taka áskoruninni og hugsanlega geta haft áhrif á samfélagið sem hann hafði eytt svo mörgum árum í að fjalla um. Aðspurður um hvernig hann upplifi að koma inn í dags daglega vinnu hjá stjórnmálaflokkunum talar Sigmar mjög fallega um grasrótina. „Þessi grasrótarhlið sem ég hef ekki kynnst áður, hún er mjög skemmtileg.“ Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigmar Guðmundsson Þótti vænt um kveðjur frá þingmönnum á Alþingi Sigmar væri alveg til í að setjast á þing. Hann er í 2. sæti í Suðvestur kjördæminu þar sem Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, situr í 1. sæti. Þetta sæti hefur verið þingsæti og er Sigmar býsna bjartsýnn á að komast á þing. „Við sjáum það á skoðanakönnunum að þetta lítur mjög vel út. Það eru alveg ágætis líkur á að mér skoli inn á þing.“ Sigmar er vanur umtali en hugsaði sig örlítið um hvort hann væri til í allt það umtal – ekki allt jákvætt – sem þingmenn verða fyrir. „Er maður til í allt það neikvæða sem fylgir þessu? Hvernig er talað um stjórnmálamenn oft á netinu og annað. Það er held ég partur af þessu.“ Almennt hefur Sigmar fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu nýja skrefi í lífinu, að fara út í stjórnmál. „Mér þótti svolítið vænt um það þegar þetta var tilkynnt, að ég fékk kveðjur frá fólki sem situr á þingi út hinum og þessum flokkum.“ Sumir voru hissa, þá sérstaklega kollegar innan RÚV, og Sigmar hefur fengið nokkur smáskilaboð þar sem fólk hafði neikvæða hluti að segja um þetta nýja skref, en almennt hafa viðbrögðin verið mjög jákvæð. „Ég fékk einhver tvö eða þrjú SMS sem voru leiðinleg.“ Sigmar Guðmundsson fer yfir ferilinn, æskuna og pólitíkina í viðtalinu.Vísir/Vilhelm Andlegt niðurbrot Sigmar er óvirkur alkóhólisti í dag og var búinn að vera edrú lengi þegar eitt sinn hann féll, og þá „með dálitlum látum“ eins og hann orðar það sjálfur. Einna erfiðast þótti honum hvað hann olli sjálfum sér miklum vonbrigðum fyrir að hafa brugðist sínum nánustu. „Það fylgir þessu ákveðinn óheiðarleiki, þú ert að bregðast fólkinu þínu, þú ert ekki að standa þig sem faðir, þú ert ekki að standa þig í vinnunni. Ég fór í gegnum allt þetta, mjög illa.“ Það tók Sigmar um tvö ár að koma fótunum aftur almennilega undir sig eftir þetta stóra bakslag. „Þetta var svolítið andlegt niðurbrot.“ Hann veltir einnig fyrir sér hversu djúpt maður eigi að deila af sinni reynslu sem opinber persóna; auðvitað sé umræðan mikilvæg en þó sé líka nauðsynlegt að viðhalda friðhelgi eigin einkalífs. Sigmar byrjaði að drekka á unglingsaldri og segir áfengi aldrei hafa farið sér vel. Hann trúir þó á að fólk eigi að hafa frelsi til að neyta áfengis ef það skaðar ekki sig eða aðra. Upplifði mikla reiði á unglingsárunum Sigmar átti erfið ár sem 12 til 16 ára strákur og burðaðist um með mikla reiði sem hann skildi ekki á þeim tíma. „Ég var að reyna að gera upp áföll sem ég lenti í þegar ég var mjög ungur, án þess að vita það. Ég var reiður. Það var brotið gegn mér og maður skildi ekkert hvað var í gangi í kollinum.“ Eftir á að hyggja sá Sigmar að hann var að burðast með áföll sem hann hafði ekki getað unnið úr, og kerfið ekki jafn skilvirkt á þeim tíma og það er í dag. „Mér fór að líða betur en ég gerði aldrei upp þessi æskuáföll fyrr en löngu síðar og hefði nú betur gert það fyrr.“ Sigmar Guðmundsson kveður RÚV eftir 23 ár og er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.Viðreisn Rauður óuppgerður þráður Sigmar setur samhengi á milli áfengisvandamála sinna og þessarra áfalla sem hann upplifði í æsku, enda margir sem vilja meina að fíknisjúkdómar byggi oft á óuppgerðum áföllum. „Verandi óvirkur alki þá veit ég að þessi sjúkdómur er, og þetta er það sem mér finnst, að hann er mjög áfalladrifinn,“ útskýrir Sigmar. „Í mínu tilfelli snýst þetta að einhverju leyti um eitthvað sem maður verður fyrir þegar maður er ungur. Það er síðan einhver rauður óuppgerður þráður, sem maður tekst á við síðar. Maður fattar þetta samhengi ekki fyrr en maður er orðinn miklu eldri. Maður ímyndar sér það í dag, að þarna sé eitthvað sem var miklu sterkara afl í lífinu heldur en maður hefði kannski haldið. Ég fór bara í það löngu síðar að takast á við þessa hluti. Þarna voru hlutir að gerast sem að fjölskyldan mín vissi ekki af, sem að enginn vissi neitt af.“ Hann vildi ekki fara út í smáatriði en segist ekki hafa unnið úr sínum æskuáföllum fyrr en fyrir örfáum árum síðan. Sigmar varð pabbi einungis 18 ára og sér eftir á að hann var hugsanlega ekki tilbúinn til þess og ræðir það í viðtalinu. Í dag á hann ung börn, fjögurra og átta ára, og önnur á milli þess elsta og þeirra yngstu, og hann sér mikinn mun á því hversu tilbúinn hann var til að verða faðir. Honum finnst ekkert erfitt að eiga ung börn og finnst Sigmari dásamlegt að vera tveggja barna faðir í kjarnafjölskyldu. Viðtalið í heild sinni er komið á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Fíkn Viðreisn Tengdar fréttir „Öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel“ Sigmar Guðmundsson: „Ég er bara öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel. Ég held að Viðreisn sé góður staður til þess.“ 27. maí 2021 13:36 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Mest lesið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Fleiri fréttir Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós Sjá meira
„Öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel“ Sigmar Guðmundsson: „Ég er bara öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel. Ég held að Viðreisn sé góður staður til þess.“ 27. maí 2021 13:36
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04