„Þið takið þær hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2021 12:05 Breiðablik sló út Osijek frá Króatíu og kom sér í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, þar sem 16 bestu lið álfunnar leika. vísir/Hulda Margrét Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. Breiðablik komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum en féll þá úr leik eftir samanlagt 7-1 tap gegn stórliði PSG. Nú eru Blikakonur aftur meðal 16 bestu liða Evrópu en nú hefur fyrirkomulagi keppninnar verið gjörbreytt og verðlaunafé aukið til muna. Breiðablik leikur nú í nýrri riðlakeppni sem leikin verður í október, nóvember og desember, samtals þrjá útileiki og þrjá heimaleiki (ef undanþága fæst til að spila á Kópavogsvelli eða ef Laugardalsvöllur verður leikhæfur). Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit og ljóst að það yrði gríðarlegt afrek ef Breiðablik næði þangað. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni færir félaginu auk þess milljónir í verðlaunafé. Fór um mann að sjá Real Madrid „Maður fékk smá „flash back“ við að sjá PSG sem fyrsta liðið í drættinum. Við snúum þá aftur til Parísar. Það er bara spennandi,“ sagði Ásta. „En svo fór smá um mann að sjá að Real Madrid kæmi þarna líka. Þær eru reyndar svolítið óskrifað blað, frekar nýtt lið, en þær vissulega slógu út Manchester City svo það verður stórt próf að mæta þeim. En svo viðurkenni ég að ég fagnaði þegar úkraínska liðið kom upp úr skálinni,“ segir Ásta aðspurð um viðbrögð sín við drættinum í dag, og hló þegar blaðamaður benti á að gjaldkeri Breiðabliks væri kannski ekki sammála vegna langs ferðalags til Úkraínu: „Það er ekki mitt vandamál,“ segir Ásta létt. Gamall liðsfélagi sendi uppörvandi skilaboð Blikar hafa ástæðu til bjartsýni varðandi leikina við Kharkiv að mati Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur sem er leikmaður Apollon Limassol á Kýpur en lék með Breiðabliki í sumar. Kharkiv sló Apollon út með 5-2 sigri í undankeppninni. „Ég fékk strax skilaboð frá Þórdísi og hún sagði bara; „Þið takið þær hundrað prósent“. Það var fínt aukapepp. Og það þýðir ekkert annað en að fara af fullum krafti inn í þetta verkefni, með kassann úti,“ segir Ásta. Þyrftu helst að geta stækkað hópinn Breiðablik er Íslandsmeistari en horfði á eftir fjölda lykilmanna eftir síðasta tímabil. Árangur liðsins er enn betri í því ljósi: „Maður var ekkert að búast við þessum árangri, með nýtt lið og nýjan þjálfara, og þunnan hóp núna seinni part sumars. En við sýndum okkur aftur hvað við erum góðar og það getur alltaf allt gerst í fótbolta.“ Blikakonur fagna sigrinum gegn Osijek.vísir/Hulda Margrét Breiðablik var aðeins með fáeina varamenn í leikjunum gegn Osijek í undankeppninni og má samkvæmt reglum UEFA bæta við sig mannskap fyrir riðlakeppnina. Félagaskiptaglugginn á Íslandi er aftur á móti lokaður: „Ég held að það sé verið að vinna í því úti um allar trissur að fá einhverjar undanþágur. Við áttum okkur eðlilega á því að það þarf að stækka hópinn, því það geta alltaf komið upp meiðsli eða annað og þá þýðir ekki að vera bara með 2-3 útileikmenn til taks á bekknum. Við treystum því bara að það sé verið að vinna í þessu. Það hefur gengið vel hingað til og vonandi getum við bætt aðeins í,“ segir Ásta. Að sama skapi er útlit fyrir að Breiðablik geti ekki spilað á Kópavogsvelli vegna þess að flóðljósin þar standast ekki kröfur keppninnar. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins sem stenst þær kröfur og ekki er víst að hægt sé að spila þar vegna veðurs, í nóvember og desember: „Það virðist því miður vonlaust dæmi [að við spilum á Kópavogsvelli] en vonandi er hægt að fá einhverja undanþágu í þessu líka. Við viljum auðvitað spila á okkar heimavelli, þó að það sé auðvitað gaman að spila á Laugardalsvelli líka. Við viljum bara fylla Kópavogsvöll með okkar fólki og spila á góðu gervigrasi, svo vonandi reddast þetta því það munar um helling,“ segir Ásta. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Sjá meira
Breiðablik komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum en féll þá úr leik eftir samanlagt 7-1 tap gegn stórliði PSG. Nú eru Blikakonur aftur meðal 16 bestu liða Evrópu en nú hefur fyrirkomulagi keppninnar verið gjörbreytt og verðlaunafé aukið til muna. Breiðablik leikur nú í nýrri riðlakeppni sem leikin verður í október, nóvember og desember, samtals þrjá útileiki og þrjá heimaleiki (ef undanþága fæst til að spila á Kópavogsvelli eða ef Laugardalsvöllur verður leikhæfur). Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit og ljóst að það yrði gríðarlegt afrek ef Breiðablik næði þangað. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni færir félaginu auk þess milljónir í verðlaunafé. Fór um mann að sjá Real Madrid „Maður fékk smá „flash back“ við að sjá PSG sem fyrsta liðið í drættinum. Við snúum þá aftur til Parísar. Það er bara spennandi,“ sagði Ásta. „En svo fór smá um mann að sjá að Real Madrid kæmi þarna líka. Þær eru reyndar svolítið óskrifað blað, frekar nýtt lið, en þær vissulega slógu út Manchester City svo það verður stórt próf að mæta þeim. En svo viðurkenni ég að ég fagnaði þegar úkraínska liðið kom upp úr skálinni,“ segir Ásta aðspurð um viðbrögð sín við drættinum í dag, og hló þegar blaðamaður benti á að gjaldkeri Breiðabliks væri kannski ekki sammála vegna langs ferðalags til Úkraínu: „Það er ekki mitt vandamál,“ segir Ásta létt. Gamall liðsfélagi sendi uppörvandi skilaboð Blikar hafa ástæðu til bjartsýni varðandi leikina við Kharkiv að mati Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur sem er leikmaður Apollon Limassol á Kýpur en lék með Breiðabliki í sumar. Kharkiv sló Apollon út með 5-2 sigri í undankeppninni. „Ég fékk strax skilaboð frá Þórdísi og hún sagði bara; „Þið takið þær hundrað prósent“. Það var fínt aukapepp. Og það þýðir ekkert annað en að fara af fullum krafti inn í þetta verkefni, með kassann úti,“ segir Ásta. Þyrftu helst að geta stækkað hópinn Breiðablik er Íslandsmeistari en horfði á eftir fjölda lykilmanna eftir síðasta tímabil. Árangur liðsins er enn betri í því ljósi: „Maður var ekkert að búast við þessum árangri, með nýtt lið og nýjan þjálfara, og þunnan hóp núna seinni part sumars. En við sýndum okkur aftur hvað við erum góðar og það getur alltaf allt gerst í fótbolta.“ Blikakonur fagna sigrinum gegn Osijek.vísir/Hulda Margrét Breiðablik var aðeins með fáeina varamenn í leikjunum gegn Osijek í undankeppninni og má samkvæmt reglum UEFA bæta við sig mannskap fyrir riðlakeppnina. Félagaskiptaglugginn á Íslandi er aftur á móti lokaður: „Ég held að það sé verið að vinna í því úti um allar trissur að fá einhverjar undanþágur. Við áttum okkur eðlilega á því að það þarf að stækka hópinn, því það geta alltaf komið upp meiðsli eða annað og þá þýðir ekki að vera bara með 2-3 útileikmenn til taks á bekknum. Við treystum því bara að það sé verið að vinna í þessu. Það hefur gengið vel hingað til og vonandi getum við bætt aðeins í,“ segir Ásta. Að sama skapi er útlit fyrir að Breiðablik geti ekki spilað á Kópavogsvelli vegna þess að flóðljósin þar standast ekki kröfur keppninnar. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins sem stenst þær kröfur og ekki er víst að hægt sé að spila þar vegna veðurs, í nóvember og desember: „Það virðist því miður vonlaust dæmi [að við spilum á Kópavogsvelli] en vonandi er hægt að fá einhverja undanþágu í þessu líka. Við viljum auðvitað spila á okkar heimavelli, þó að það sé auðvitað gaman að spila á Laugardalsvelli líka. Við viljum bara fylla Kópavogsvöll með okkar fólki og spila á góðu gervigrasi, svo vonandi reddast þetta því það munar um helling,“ segir Ásta.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Sjá meira