Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. september 2021 13:01 - Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
- Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun