Öruggt þak yfir höfuðið Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. september 2021 12:00 Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Vinstri græn Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar