Afglæpavæðing er kjaftæði Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. september 2021 12:00 Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Fíkn Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar