Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2021 08:00 Alexander Kárason segir kominn tími á þjóðarátak og að áhersla verði lögð á innlenda framleiðslu. Samsett Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent. Tíu manns hafa misst starfið vegna minnkaðrar sölu og framleiðslu og segir aðstoðarframkvæmdastjóri að stærstur hluti sölutapsins hafi farið til bandaríska verslunarrisans. Hann kallar eftir hugarfarsbreytingu og segir að Íslendingar þurfi að líta í eigin barm. Salernispappír Costco er löngu orðinn fastagestur á mörgum íslenskum heimilum og kannast margir við að hafa þurft að rýma til í geymslunni fyrir 40 rúllum af Kirkland Triple Satin. Níu starfa í dag í framleiðsludeild Papco við Störhöfða í Reykjavík. Átta starfa í söludeild sem sér meðal annars um að selja innfluttar hreinlætisvörur. Skjáskot/Papco Strax í ágúst 2017 greindu forsvarsmenn Papco frá því að sala þeirra á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hafi dregist saman um allt að 30 prósent á þeim þremur mánuðum sem liðnir voru frá opnun Costco í Kauptúni. Á sama tíma sagði fyrirtækið upp sex starfsmönnum. Við það tilefni sagði Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco að fyrirtækið hafi verið í samkeppni við innfluttan pappír í áratugi. Vara Costco væri hins vegar seld undir heimsmarkaðsverði pappírs og því undir kostnaðarverði. Þá væri óskiljanlegt að pappírinn væri töluvert ódýrari í Garðabæ en í verslunum Costco í Bretlandi. „Það er ekki hægt að berjast við það ef aðilar eru komnir undir heimsmarkaðsverð hráefnisins,“ segir Alexander í samtali við Vísi, nú fjórum árum síðar, en hann hefur ekki rýnt nýlega í verð Costco. Vildu ekki fara í samstarf Papco hefur lengi sérframleitt vörur merktar Bónus, Krónunni og Nettó en Alexander segir að forsvarsmenn Costco hafi sýnt slíku samstarfi lítinn áhuga. Hann segir að Papco hafi leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna hinnar meintu undirverðlagningar og fengið þau svör að stofnunin teldi einungis vera ástæðu til afskipta ef fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Alexander telur þó að Costco geti verið með á bilinu 15 til 20 prósent markaðshlutdeild í sölu á klósettpappír hér á landi. Þessi forláta klósettpappír var dreginn fram úr geymslu reykvískrar barnafjölskyldu. Hann er þó alla jafna notaður á öðrum stað. Vísir Alexander segir athyglisvert að horfa til þess hvar klósettpappírinn er staðsettur í vöruhúsi Costco. „Þessi vara er staðsett í húsinu í ákveðnum tilgangi, það má kannski kalla þetta beitu. Hún er lengst í fjærhorninu svo allir fari í gegn og taki eitthvað annað í leiðinni og til baka.“ Íslendingar eru ekki einir þegar kemur að mikilli ásókn í umræddan Kirkland Signature hreinlætispappír, en varan hefur lengi verið sú vinsælastaí verslunum Costco á heimsvísu. Að verða ógerlegt að halda íslenskri framleiðslu gangandi Alexander segir það gamla sögu og nýja að innlend framleiðslufyrirtæki eigi mjög erfitt uppdráttar í samkeppni við innfluttar vörur. Í tilviki Costco sé verið að bera saman vöru sem er annars vegar framleidd fyrir milljónir manna og hins vegar nokkur hundruð þúsund íbúa. „Það er aldrei til vélbúnaður sem framleiðir fyrir svona lítið samfélag og samt er þetta alltaf borið saman við erlenda aðila. Við erum alltaf sett á par við erlenda framleiðslu en í raunveruleikanum getum við það aldrei því bæði eru hér launakröfur og vaxtakröfur á fyrirtækjum hærri en annars staðar.“ Costco hefur haft mikil áhrif á íslenska verslun og eldsneytismarkað.Vísir/vilhelm „Það er bara að verða ógerlegt að vera með íslenska framleiðslu gangandi, allavega í þessu umhverfi sem ríkir núna. Það er ekki hægt að vera með kröfur um að allir starfsmenn eigi að vinna minna og fá borgað jafn mikið eða meira og á sama tíma eigum við að vera með framleiðslu sem á að vera ódýrari en fæst erlendis frá. Kröfurnar geta bara ekki gengið upp,“ bætir Alexander við. Hann segir að staðan hafi farið versnandi á seinustu árum og reksturinn sé orðinn gríðarlega tæpur. Erfitt sé fyrir eigendur íslenskra framleiðslufyrirtækja að þurfa að spyrja sig hvort kominn sé tími á að pakka saman og fara að gera eitthvað annað. „Þetta er raunveruleg spurning sem við höfum spurt okkur en við höfum ákveðið að reyna að halda þetta út og vonum að við náum þessu til baka.“ Óskar ekki eftir ofurtollum Alexander kallar eftir hugarfarsbreytingu meðal íslenskra neytenda og aukinni áherslu á innlendar vörur. „Íslendingar þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm. Íslensk framleiðsla á að vera framarlega en hún á ekki endilega bara við ef íslenska varan er ódýrari heldur en sú innflutta.“ Erfitt getur reynst að fá vélbúnað sem hentar lítilli framleiðslu. Skjáskot/Papco Hann vill jafnframt sjá aðgerðir sem koma til móts við erfiða stöðu innlendra framleiðslufyrirtækja en kallar þó ekki eftir verndartollum. „Auðvitað myndum við vilja sjá ráðist í einhverjar aðgerðir en held að það græði enginn á því að búa til verndandi umhverfi með okursköttum á pappír svo Papco geti lifað. Ég held að það þurfi fyrst og fremst raunverulega hugarfarsbreytingu og að íslenskar vörur séu valdar fyrst. Ég held að það gerist ekki bara með einhverjum límmiðum, það þarf bara alvöru umræðu um hvernig það er gert.“ Þó skipti öll aðstoð íslensk framleiðslufyrirtæki máli þar sem verð til neytenda ráði mestu í lok dags. „En það þarf að fara dýpra á bakvið þetta. Auðvitað skiptir máli að við höldum íslenskum framleiðslufyrirtækjum og íslensku störfum í gangi eins lengi og hægt er. Við getum ekki einungis stólað á innflutning,“ segir Alexander. Verslun Costco Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Sjá meira
Tíu manns hafa misst starfið vegna minnkaðrar sölu og framleiðslu og segir aðstoðarframkvæmdastjóri að stærstur hluti sölutapsins hafi farið til bandaríska verslunarrisans. Hann kallar eftir hugarfarsbreytingu og segir að Íslendingar þurfi að líta í eigin barm. Salernispappír Costco er löngu orðinn fastagestur á mörgum íslenskum heimilum og kannast margir við að hafa þurft að rýma til í geymslunni fyrir 40 rúllum af Kirkland Triple Satin. Níu starfa í dag í framleiðsludeild Papco við Störhöfða í Reykjavík. Átta starfa í söludeild sem sér meðal annars um að selja innfluttar hreinlætisvörur. Skjáskot/Papco Strax í ágúst 2017 greindu forsvarsmenn Papco frá því að sala þeirra á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hafi dregist saman um allt að 30 prósent á þeim þremur mánuðum sem liðnir voru frá opnun Costco í Kauptúni. Á sama tíma sagði fyrirtækið upp sex starfsmönnum. Við það tilefni sagði Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco að fyrirtækið hafi verið í samkeppni við innfluttan pappír í áratugi. Vara Costco væri hins vegar seld undir heimsmarkaðsverði pappírs og því undir kostnaðarverði. Þá væri óskiljanlegt að pappírinn væri töluvert ódýrari í Garðabæ en í verslunum Costco í Bretlandi. „Það er ekki hægt að berjast við það ef aðilar eru komnir undir heimsmarkaðsverð hráefnisins,“ segir Alexander í samtali við Vísi, nú fjórum árum síðar, en hann hefur ekki rýnt nýlega í verð Costco. Vildu ekki fara í samstarf Papco hefur lengi sérframleitt vörur merktar Bónus, Krónunni og Nettó en Alexander segir að forsvarsmenn Costco hafi sýnt slíku samstarfi lítinn áhuga. Hann segir að Papco hafi leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna hinnar meintu undirverðlagningar og fengið þau svör að stofnunin teldi einungis vera ástæðu til afskipta ef fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Alexander telur þó að Costco geti verið með á bilinu 15 til 20 prósent markaðshlutdeild í sölu á klósettpappír hér á landi. Þessi forláta klósettpappír var dreginn fram úr geymslu reykvískrar barnafjölskyldu. Hann er þó alla jafna notaður á öðrum stað. Vísir Alexander segir athyglisvert að horfa til þess hvar klósettpappírinn er staðsettur í vöruhúsi Costco. „Þessi vara er staðsett í húsinu í ákveðnum tilgangi, það má kannski kalla þetta beitu. Hún er lengst í fjærhorninu svo allir fari í gegn og taki eitthvað annað í leiðinni og til baka.“ Íslendingar eru ekki einir þegar kemur að mikilli ásókn í umræddan Kirkland Signature hreinlætispappír, en varan hefur lengi verið sú vinsælastaí verslunum Costco á heimsvísu. Að verða ógerlegt að halda íslenskri framleiðslu gangandi Alexander segir það gamla sögu og nýja að innlend framleiðslufyrirtæki eigi mjög erfitt uppdráttar í samkeppni við innfluttar vörur. Í tilviki Costco sé verið að bera saman vöru sem er annars vegar framleidd fyrir milljónir manna og hins vegar nokkur hundruð þúsund íbúa. „Það er aldrei til vélbúnaður sem framleiðir fyrir svona lítið samfélag og samt er þetta alltaf borið saman við erlenda aðila. Við erum alltaf sett á par við erlenda framleiðslu en í raunveruleikanum getum við það aldrei því bæði eru hér launakröfur og vaxtakröfur á fyrirtækjum hærri en annars staðar.“ Costco hefur haft mikil áhrif á íslenska verslun og eldsneytismarkað.Vísir/vilhelm „Það er bara að verða ógerlegt að vera með íslenska framleiðslu gangandi, allavega í þessu umhverfi sem ríkir núna. Það er ekki hægt að vera með kröfur um að allir starfsmenn eigi að vinna minna og fá borgað jafn mikið eða meira og á sama tíma eigum við að vera með framleiðslu sem á að vera ódýrari en fæst erlendis frá. Kröfurnar geta bara ekki gengið upp,“ bætir Alexander við. Hann segir að staðan hafi farið versnandi á seinustu árum og reksturinn sé orðinn gríðarlega tæpur. Erfitt sé fyrir eigendur íslenskra framleiðslufyrirtækja að þurfa að spyrja sig hvort kominn sé tími á að pakka saman og fara að gera eitthvað annað. „Þetta er raunveruleg spurning sem við höfum spurt okkur en við höfum ákveðið að reyna að halda þetta út og vonum að við náum þessu til baka.“ Óskar ekki eftir ofurtollum Alexander kallar eftir hugarfarsbreytingu meðal íslenskra neytenda og aukinni áherslu á innlendar vörur. „Íslendingar þurfa kannski að líta aðeins í eigin barm. Íslensk framleiðsla á að vera framarlega en hún á ekki endilega bara við ef íslenska varan er ódýrari heldur en sú innflutta.“ Erfitt getur reynst að fá vélbúnað sem hentar lítilli framleiðslu. Skjáskot/Papco Hann vill jafnframt sjá aðgerðir sem koma til móts við erfiða stöðu innlendra framleiðslufyrirtækja en kallar þó ekki eftir verndartollum. „Auðvitað myndum við vilja sjá ráðist í einhverjar aðgerðir en held að það græði enginn á því að búa til verndandi umhverfi með okursköttum á pappír svo Papco geti lifað. Ég held að það þurfi fyrst og fremst raunverulega hugarfarsbreytingu og að íslenskar vörur séu valdar fyrst. Ég held að það gerist ekki bara með einhverjum límmiðum, það þarf bara alvöru umræðu um hvernig það er gert.“ Þó skipti öll aðstoð íslensk framleiðslufyrirtæki máli þar sem verð til neytenda ráði mestu í lok dags. „En það þarf að fara dýpra á bakvið þetta. Auðvitað skiptir máli að við höldum íslenskum framleiðslufyrirtækjum og íslensku störfum í gangi eins lengi og hægt er. Við getum ekki einungis stólað á innflutning,“ segir Alexander.
Verslun Costco Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Sjá meira