Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2021 08:01 Dómsmálaráðherrann Merrick Garland fagnaði ákvörðun dómarans. epa/Jim Lo Scalzo Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Þetta þýðir að ekki verður hægt að framfylgja banninu á meðan tekist er á um lögin fyrir dómstólum. Pitman var harðorður í úrskurði sínum og sagði lögin koma í veg fyrir að konur gætu tekið ákvarðanir um eigið líf, sem væri stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Dómstóllinn myndi ekki taka þátt í að svipta konur þessum rétti einn einasta dag til viðbótar. Það er hins vegar óljóst hvað gerist núna; nú þegar hefur heilsugæslustöðvum þar sem þungunarrof voru framkvæmd verið lokað og konur í Texas þurft að leita til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá gerir útfærsla laganna, það að það er sett í hendur almennings að höfða mál gegn þeim sem veita þjónustuna og öðrum sem „stuðla að“ þungunarrofi, það að verkum að hægt er að fara í mál seinna vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á meðan frestun gildistökunar stendur. Forsvarsmenn samtaka sem veita þungunarrofsþjónustu sögðust því í samtali við New York Times vonast til að hægt yrði að hefja framkvæmd hennar að nýju en gátu ekki staðfest hvenær það yrði. Stjórnvöld í Texas hafa greint frá því að þau hyggist áfrýja niðurstöðu Pitman, sem áminnti yfirvöld og dómstóla í ríkinu að þeim væri óheimilt að framfylgja lögunum á meðan úrskurður hans væri í gildi. Dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland fagnaði ákvörðun dómarans og sagði hana „sigur fyrir konur í Texas og réttarríkið“. Það væri æðsta skylda ráðuneytisins að sjá til þess að stjórnarskráinn væri virt. New York Times greindi frá. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þetta þýðir að ekki verður hægt að framfylgja banninu á meðan tekist er á um lögin fyrir dómstólum. Pitman var harðorður í úrskurði sínum og sagði lögin koma í veg fyrir að konur gætu tekið ákvarðanir um eigið líf, sem væri stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Dómstóllinn myndi ekki taka þátt í að svipta konur þessum rétti einn einasta dag til viðbótar. Það er hins vegar óljóst hvað gerist núna; nú þegar hefur heilsugæslustöðvum þar sem þungunarrof voru framkvæmd verið lokað og konur í Texas þurft að leita til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá gerir útfærsla laganna, það að það er sett í hendur almennings að höfða mál gegn þeim sem veita þjónustuna og öðrum sem „stuðla að“ þungunarrofi, það að verkum að hægt er að fara í mál seinna vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á meðan frestun gildistökunar stendur. Forsvarsmenn samtaka sem veita þungunarrofsþjónustu sögðust því í samtali við New York Times vonast til að hægt yrði að hefja framkvæmd hennar að nýju en gátu ekki staðfest hvenær það yrði. Stjórnvöld í Texas hafa greint frá því að þau hyggist áfrýja niðurstöðu Pitman, sem áminnti yfirvöld og dómstóla í ríkinu að þeim væri óheimilt að framfylgja lögunum á meðan úrskurður hans væri í gildi. Dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland fagnaði ákvörðun dómarans og sagði hana „sigur fyrir konur í Texas og réttarríkið“. Það væri æðsta skylda ráðuneytisins að sjá til þess að stjórnarskráinn væri virt. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira