Önd stal senunni á Kópavogsvelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 11:00 Öndin átti vængjum sínum fjör að launa. Undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær setti óvæntur gestur skemmtilegan svip á viðureignina. Önd nokkur flaug þá lágflug á vellinum og settist á endanum fyrir innan vörn PSG, kolrangstæð. Öndin kom sér makindalega fyrir á vellinum en þegar boltinn barst í átt til hennar var friðurinn úti og hún forðaði sér í burtu. Hvert öndin fór eftir ævintýrið á vellinum skal ósagt látið en ekki er ósennilegt að Kópavogslækurinn, eða skítalækurinn, rétt hjá Kópavogsvelli hafi orðið næsti áfangastaður hennar. Þar er venjulega mjög andasamt og von um brauðbita frá velviljuðum vegfarendum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á tánum og náði skemmtilegum myndum af öndinni góðu meðan hún heiðraði viðstadda á Kópavogsvelli með nærveru sinni. Myndirnar má sjá hér fyrir ofan og neðan. Öndinni leist vel á gervigrasið fagurgræna.vísir/vilhelm Var þessi stungusending ætluð mér?vísir/vilhelm Best að forða sér.vísir/vilhelm Ok, bæ.Vísir/Vilhelm Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG í leiknum í gær. Frakklandsmeistararnir eru með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar líkt og Real Madrid sem vann 0-1 útisigur á Kharkiv í Úkraínu í gær. Næsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni er gegn Real Madrid ytra á miðvikudaginn. Það er jafnframt fyrsti leikur Blika undir stjórn Ásmundar Arnarssonar. Hann tekur við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær. Alls 1.412 áhorfendur mættu á leikinn í gær. Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá kvennaliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Breiðablik Dýr Fuglar Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Everton | Skytturnar þurfa að komast aftur á sigurbraut Í beinni: Liverpool - Fulham | Stóru strákarnir aftur á dagskrá hjá Fulham Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Sjá meira
Önd nokkur flaug þá lágflug á vellinum og settist á endanum fyrir innan vörn PSG, kolrangstæð. Öndin kom sér makindalega fyrir á vellinum en þegar boltinn barst í átt til hennar var friðurinn úti og hún forðaði sér í burtu. Hvert öndin fór eftir ævintýrið á vellinum skal ósagt látið en ekki er ósennilegt að Kópavogslækurinn, eða skítalækurinn, rétt hjá Kópavogsvelli hafi orðið næsti áfangastaður hennar. Þar er venjulega mjög andasamt og von um brauðbita frá velviljuðum vegfarendum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á tánum og náði skemmtilegum myndum af öndinni góðu meðan hún heiðraði viðstadda á Kópavogsvelli með nærveru sinni. Myndirnar má sjá hér fyrir ofan og neðan. Öndinni leist vel á gervigrasið fagurgræna.vísir/vilhelm Var þessi stungusending ætluð mér?vísir/vilhelm Best að forða sér.vísir/vilhelm Ok, bæ.Vísir/Vilhelm Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG í leiknum í gær. Frakklandsmeistararnir eru með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar líkt og Real Madrid sem vann 0-1 útisigur á Kharkiv í Úkraínu í gær. Næsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni er gegn Real Madrid ytra á miðvikudaginn. Það er jafnframt fyrsti leikur Blika undir stjórn Ásmundar Arnarssonar. Hann tekur við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær. Alls 1.412 áhorfendur mættu á leikinn í gær. Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá kvennaliði Breiðabliks á Kópavogsvelli.
Breiðablik Dýr Fuglar Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Everton | Skytturnar þurfa að komast aftur á sigurbraut Í beinni: Liverpool - Fulham | Stóru strákarnir aftur á dagskrá hjá Fulham Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Sjá meira