Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 14:01 Hæstiréttur mun úrskurða um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi vald til að setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Úrskurður mun ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári. Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ríkisstjórn Joes Biden hafði beðið hæstarétt um að taka málin ekki fyrir. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Forsvarsmenn kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun hæstaréttar að taka málið fyrir fagnandi. Í fyrsta lagi samþykkti hæstiréttur að taka fyrir mál frá kola-iðnaðinum og ríkjum sem leidd eru af Repúblikönum um það hvort Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi í raun umboð til setja orkuverum reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ákveðið var að taka málið fyrir á sama tíma og Biden er á leið á mikilvæga loftslagsráðstefnu þar sem hann vonast til að tilkynna um stórauknar aðgerðir til að draga úr losun. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Í fljótu máli sagt snýst málið um áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, frá árinu 2016 þar sem hann lagði til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kom Hæstiréttur Bandaríkjanna í veg fyrir að áætlunin yrði að veruleika. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. Scott Applewhite Óttast sambærilegar aðgerðir Kolaiðnaðurinn og Repúblikanar óttast að Biden muni leggja til sambærilegar aðgerðir og vilja koma í veg fyrir það með því að draga úr völdum EPA. Biden-liðar hafa hins vegar sagt að málið ætti ekki að vera tekið fyrir fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram eigin áætlun í samdrátt losun gróðurhúsalofttegunda. Washington Post hefur eftir sérfræðingum í málefnum umhverfisverndar að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að taka málið fyrir muni ein og sér hafa miklar afleiðingar, burtséð frá niðurstöðunni. Ríkisstjórn Bidens muni til að mynda ekki geta sett á nýjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda fyrr en málið hafi verið tekið fyrir. Yfirmaður EPA birti yfirlýsingu á Twitter í gær og sagði mengun ógna heilsu fólks og að dómsstólar hefðu ítrekað staðfest vald stofnunarinnar til að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Stofnunin muni halda áfram að vernda Bandaríkjamenn. After the Court of Appeals for the District of Columbia struck down the ACE Rule, EPA got to work and will continue to advance new standards to ensure that all Americans are protected from the power plant pollution that harms public health and our economy.— Michael Regan, U.S. EPA (@EPAMichaelRegan) October 29, 2021 Ætla einnig að skoða málefni innflytjenda Hitt málið sem Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir snýr að því hvort ríki sem leidd eru af Repúblikönum megi halda áfram að neita að veita innflytjendum ríkisborgararétt ef talið er að viðkomandi muni reiða sig of mikið á opinbera aðstoð. Um er að ræða reglu sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump og var hún felld niður af dómstólum. AP fréttaveitan segir að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi lengi þurft að sýna fram á að þeir yrðu ekki byrgði á hinu opinbera í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Trumps hafi þó gert ríkjum auðveldara að neita fólki á þeim grundvelli.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Donald Trump Barack Obama Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira