Körfuboltakvöld um Þóri: „Fáir íslenskir leikmenn með sama vopnabúr“ | „Eins og hálfgerð ofurhetja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 10:45 Þórir Guðmundur var magnaður í sigri KR á Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó eins og hann er betur þekktur sem vestur í bæ, fór mikinn er KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöld. KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Úkraína 27-24 | Stelpurnar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Úkraína 27-24 | Stelpurnar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31