Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Grindavík 86-71 | Nýliðarnir lögðu toppliðið Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 18. nóvember 2021 22:25 Vestri vann góðan sigur gegn toppliði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Vestra unnu virkilega sterkan 15 stiga sigur gegn toppliði Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 86-71, en fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar unnið fjóra leiki í röð. Vestri leiddi allan leikinn og náði Grindavík aldrei að komast yfir og taka forustuna. Í fjórða leikhluta tóku Vestramenn öll völd og lönduðu fimmtán stiga sigri. Vestri byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir um fimm mínútna leik var staðan 15-7. Skoruðu bæði lið tíu stig eftir það og endaði fyrsti leikhluti 25-17 fyrir Vestra sem sýndi strax að þeir ætluðu að gefa allt í þetta í kvöld. Flestir boltar fóru ofan í hjá Vestramönnum og eins og áður sagði, 8 stiga munur eftir fyrsta leikhluta. Vestri byrjaði annan leikhluta eins og þeir enduðu þann fyrsta og fóru með leikinn í tólf stiga mun. Þá tekur Daníel hinsvegar annað leikhlé sitt og Grindavík gerir gott áhlaup á Vestra sem gefur aðeins eftir. Grindavík náði að rétta úr stöðunni og annar leikhluti endar 40-36. Enn og aftur í þriðja leikhluta halda liðin áfram að skiptast á að hafa yfirhöndina en Grindavík missir alltaf af möguleikanum á því að sækja stigin sem kemur þeim yfir. Vinnur Grindavík þriðja leikhluta með einu stigi og minnkar muninn í tvö stig. 66-64 er staðan þegar haldið er inn í fjórða leikhluta. Í þeim fjórða virtist eins og eitthvað stress kæmi í suðurnesjamenn og fóru þeir að missa af góðum færum sem og taka erfiðari skot meðan Vestri var að nýta sín færi. Náði Vestri að skilja þá hægt og rólega eftir í seinni hluta fjórða leikhlutar og sigrar leikinn með fimmtán stiga mun. 86-71 Flottur sigur hjá Vestra, sem var með tvö stig fyrir leikinn en Grindavík á toppnum með tíu stig. Af hverju vann Vestri? Vestri einfaldlega vildi ekki gleypa Grindavík fram úr sér og sýndu mikinn karakter með að setja í næsta gír í hvert skipti sem Grindvíkingar gerður sig líklega að komast yfir. Góður fyrsti leikhluti og rólegheit í þeim fjórða, þegar Grindavík fór að taka erfiðari skot, var það sem helst skóp þennan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Hérna verðum við að nefna þá Nemanja Og Julio. Nemanja var með 21 stig og 14 fráköst meðan Julio var með 20 stig og 13 fráköst. Voru þeir frábærir í kvöld og stýrðu sínum mönnum eins og hersforingjar. Hvað gekk illa? Grindvíkingar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að komast yfir og taka yfirhöndina sem aldrei náðist almennilega, þar af leiðandi voru þeir að elta allan leikinn og þurftu að taka áhættur í lok leiks. Kristófer Breki átti einnig ekki sitt besta kvöld og endaði leikinn með 0 stig, 0 fráköst og 0 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Vestri fer á suðurnesi og spilar við Njarðvík þann 3. desember meðan Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn þann 4. des. Julio De Assis: „Höfum verið að leggja hart að okkur“ Julio de Assis átti flottan leik í kvöld.Mynd/Vestri.is „Við höfum verið að leggja hart að okkur og verið að tapa leikjum með litlum mun, þannig við vildum sækja sigur hérna í kvöld“ sagði Julio þegar hann var spurður út í ástæðu þess að Vestri sigraði í kvöld. „Við höfum verið að æfa meira, horfa meira á upptökur og bara leggja meira á okkur“ sagði Julio sem fagnaði afmælinu sínu með að skora 20 stig og taka 13 fráköst. „Það er gaman að vinna leiki á afmælisdaginn sinn og gefur manni auka kraft að standa sig vel á þessum degi“ en fjölskyldan og vinir fylgdust vel með í kvöld og studdu sinn mann. „Það var líka aðeins meira sérstakt að vinna í kvöld þar sem ég og Ivan [Aurrecoechea] erum góðir vinir og höfum verið síðan við vorum 15 ára gamlir, það var því sérstaklega gaman að vinna í kvöld“ Daníel Guðni: „Vestri miklu betri hérna í kvöld“ Þjálfari Grindvíkinga viðurkennir að andstæðingar kvöldsins hafi einfaldlega verið betri í leiknum.Vísir/Bára Þegar Daníel var inntur eftir svörum um ástæður þess að hans menn töpuðu leiknum stóð ekki á svörum. „Vestri voru einfaldlega miklu betri hérna í kvöld og áttum við ekkert skilið úr þessum leik. Það var jafnræði í öðrum leikhluta en annars áttu Vestramenn þetta,“ sagði Daníel sem var að vonum frekar svekktur með úrslitin í kvöld. „Menn voru bara linir bæði í sókn og vörn sem og þeir ætluðu að sigra heiminn svolítið sjálfir“ sagði Daníel sem vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómarana í kvöld. „Það er alltaf snúið úr orðum manns þegar maður tjáir sig um dómarana og það er einfaldlega bara eitthvað sem maður ræður ekkert við.“ Daníel er strax farinn að skipuleggja myndbandsfundi í vikunni en vildi hann meina að menn væru oft að taka ákvarðanir sem þeir væru alla jafna ekki vanir að taka. Subway-deild karla Vestri UMF Grindavík
Nýliðar Vestra unnu virkilega sterkan 15 stiga sigur gegn toppliði Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 86-71, en fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar unnið fjóra leiki í röð. Vestri leiddi allan leikinn og náði Grindavík aldrei að komast yfir og taka forustuna. Í fjórða leikhluta tóku Vestramenn öll völd og lönduðu fimmtán stiga sigri. Vestri byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir um fimm mínútna leik var staðan 15-7. Skoruðu bæði lið tíu stig eftir það og endaði fyrsti leikhluti 25-17 fyrir Vestra sem sýndi strax að þeir ætluðu að gefa allt í þetta í kvöld. Flestir boltar fóru ofan í hjá Vestramönnum og eins og áður sagði, 8 stiga munur eftir fyrsta leikhluta. Vestri byrjaði annan leikhluta eins og þeir enduðu þann fyrsta og fóru með leikinn í tólf stiga mun. Þá tekur Daníel hinsvegar annað leikhlé sitt og Grindavík gerir gott áhlaup á Vestra sem gefur aðeins eftir. Grindavík náði að rétta úr stöðunni og annar leikhluti endar 40-36. Enn og aftur í þriðja leikhluta halda liðin áfram að skiptast á að hafa yfirhöndina en Grindavík missir alltaf af möguleikanum á því að sækja stigin sem kemur þeim yfir. Vinnur Grindavík þriðja leikhluta með einu stigi og minnkar muninn í tvö stig. 66-64 er staðan þegar haldið er inn í fjórða leikhluta. Í þeim fjórða virtist eins og eitthvað stress kæmi í suðurnesjamenn og fóru þeir að missa af góðum færum sem og taka erfiðari skot meðan Vestri var að nýta sín færi. Náði Vestri að skilja þá hægt og rólega eftir í seinni hluta fjórða leikhlutar og sigrar leikinn með fimmtán stiga mun. 86-71 Flottur sigur hjá Vestra, sem var með tvö stig fyrir leikinn en Grindavík á toppnum með tíu stig. Af hverju vann Vestri? Vestri einfaldlega vildi ekki gleypa Grindavík fram úr sér og sýndu mikinn karakter með að setja í næsta gír í hvert skipti sem Grindvíkingar gerður sig líklega að komast yfir. Góður fyrsti leikhluti og rólegheit í þeim fjórða, þegar Grindavík fór að taka erfiðari skot, var það sem helst skóp þennan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Hérna verðum við að nefna þá Nemanja Og Julio. Nemanja var með 21 stig og 14 fráköst meðan Julio var með 20 stig og 13 fráköst. Voru þeir frábærir í kvöld og stýrðu sínum mönnum eins og hersforingjar. Hvað gekk illa? Grindvíkingar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að komast yfir og taka yfirhöndina sem aldrei náðist almennilega, þar af leiðandi voru þeir að elta allan leikinn og þurftu að taka áhættur í lok leiks. Kristófer Breki átti einnig ekki sitt besta kvöld og endaði leikinn með 0 stig, 0 fráköst og 0 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Vestri fer á suðurnesi og spilar við Njarðvík þann 3. desember meðan Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn þann 4. des. Julio De Assis: „Höfum verið að leggja hart að okkur“ Julio de Assis átti flottan leik í kvöld.Mynd/Vestri.is „Við höfum verið að leggja hart að okkur og verið að tapa leikjum með litlum mun, þannig við vildum sækja sigur hérna í kvöld“ sagði Julio þegar hann var spurður út í ástæðu þess að Vestri sigraði í kvöld. „Við höfum verið að æfa meira, horfa meira á upptökur og bara leggja meira á okkur“ sagði Julio sem fagnaði afmælinu sínu með að skora 20 stig og taka 13 fráköst. „Það er gaman að vinna leiki á afmælisdaginn sinn og gefur manni auka kraft að standa sig vel á þessum degi“ en fjölskyldan og vinir fylgdust vel með í kvöld og studdu sinn mann. „Það var líka aðeins meira sérstakt að vinna í kvöld þar sem ég og Ivan [Aurrecoechea] erum góðir vinir og höfum verið síðan við vorum 15 ára gamlir, það var því sérstaklega gaman að vinna í kvöld“ Daníel Guðni: „Vestri miklu betri hérna í kvöld“ Þjálfari Grindvíkinga viðurkennir að andstæðingar kvöldsins hafi einfaldlega verið betri í leiknum.Vísir/Bára Þegar Daníel var inntur eftir svörum um ástæður þess að hans menn töpuðu leiknum stóð ekki á svörum. „Vestri voru einfaldlega miklu betri hérna í kvöld og áttum við ekkert skilið úr þessum leik. Það var jafnræði í öðrum leikhluta en annars áttu Vestramenn þetta,“ sagði Daníel sem var að vonum frekar svekktur með úrslitin í kvöld. „Menn voru bara linir bæði í sókn og vörn sem og þeir ætluðu að sigra heiminn svolítið sjálfir“ sagði Daníel sem vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómarana í kvöld. „Það er alltaf snúið úr orðum manns þegar maður tjáir sig um dómarana og það er einfaldlega bara eitthvað sem maður ræður ekkert við.“ Daníel er strax farinn að skipuleggja myndbandsfundi í vikunni en vildi hann meina að menn væru oft að taka ákvarðanir sem þeir væru alla jafna ekki vanir að taka.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu