Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 13:06 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur barist fyrir því að blóðtöku mera á Íslandi verði hætt. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. „Þetta eru gríðarlegir orðsporshnekkir fyrir okkur sem þjóð. Gríðarlegir. Við sjáum líka þarna í myndinni að forstjóri Ísteka reynir ekki bara að koma í veg fyrir að myndin sé birt, heldur er hann greinilega staddur á þessum sérstaka bæ þar sem myndin er aðallega tekin,“ segir Inga og talar þar um Arnþór Guðlaugson, forstjóra Ísteka. Ísteka er líftæknifyrirtæki sem ber ábyrgð á blóðtöku mera á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum og unnið úr því hormón sem síðan er notað til að auka frjósemi svína til manneldis. Óafsakanlegt „Við, íslenska samfélagið, höfum kostað milljörðum króna í landkynningu fyrir okkur og bjóða okkar gestum og ferðamönnum heim að sækja okkar fallega og hreina land, og fest sig ásýnd. Orðsporshnekkir sem koma núna fram eru bara óafsakanlegir. Þetta er ekkert sem við getum ekki lagt af og komið þá til móts við þá bændur sem eru góðir bændur og virkilega langar að vera í sveitinni sinni. Íslenska ríkið skal þá bara gjöra svo vel að aðstoða þá við að geta lifað af sínum bújörðum,“ segir Inga. Inga, fyrir hönd Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Pírata, lagði í mars fram frumvarp þar sem hún lagði til bann við blóðtöku mera hér á landi. Frumvarpið fékk hins vegar lítinn gaum á þingi. Inga telur að þar séu þrýstihópar og hagsmunaöfl að baki. Ekkert annað en dýraníð „Það eru miklir hagsmunir þarna undir og svona sterkir þrýstihópar sem hafa kannski getað haft áhrif, ætli það sé ekki meginástæðan. En hins vegar þá dregur þessi mynd raunveruleikann fram í dagsljósið – að minnsta kosti raunveruleikann hvað lítur að einhverjum sem stundar þennan svokallaða blóðmerabúskap.“ Hún ætlar að leggja fram nýtt frumvarp um leið og nýtt þing kemur saman. „Þetta er ekkert annað en dýraníð. Bara hroðalegt dýraníð. Þetta fer í algjöran forgang hjá okkur og ég er núna að leita eftir dýravinum á Alþingi Íslendinga sem vilja vera með okkur í málinu.“ Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Flokkur fólksins Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Fleiri fréttir Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Sjá meira
„Þetta eru gríðarlegir orðsporshnekkir fyrir okkur sem þjóð. Gríðarlegir. Við sjáum líka þarna í myndinni að forstjóri Ísteka reynir ekki bara að koma í veg fyrir að myndin sé birt, heldur er hann greinilega staddur á þessum sérstaka bæ þar sem myndin er aðallega tekin,“ segir Inga og talar þar um Arnþór Guðlaugson, forstjóra Ísteka. Ísteka er líftæknifyrirtæki sem ber ábyrgð á blóðtöku mera á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum og unnið úr því hormón sem síðan er notað til að auka frjósemi svína til manneldis. Óafsakanlegt „Við, íslenska samfélagið, höfum kostað milljörðum króna í landkynningu fyrir okkur og bjóða okkar gestum og ferðamönnum heim að sækja okkar fallega og hreina land, og fest sig ásýnd. Orðsporshnekkir sem koma núna fram eru bara óafsakanlegir. Þetta er ekkert sem við getum ekki lagt af og komið þá til móts við þá bændur sem eru góðir bændur og virkilega langar að vera í sveitinni sinni. Íslenska ríkið skal þá bara gjöra svo vel að aðstoða þá við að geta lifað af sínum bújörðum,“ segir Inga. Inga, fyrir hönd Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Pírata, lagði í mars fram frumvarp þar sem hún lagði til bann við blóðtöku mera hér á landi. Frumvarpið fékk hins vegar lítinn gaum á þingi. Inga telur að þar séu þrýstihópar og hagsmunaöfl að baki. Ekkert annað en dýraníð „Það eru miklir hagsmunir þarna undir og svona sterkir þrýstihópar sem hafa kannski getað haft áhrif, ætli það sé ekki meginástæðan. En hins vegar þá dregur þessi mynd raunveruleikann fram í dagsljósið – að minnsta kosti raunveruleikann hvað lítur að einhverjum sem stundar þennan svokallaða blóðmerabúskap.“ Hún ætlar að leggja fram nýtt frumvarp um leið og nýtt þing kemur saman. „Þetta er ekkert annað en dýraníð. Bara hroðalegt dýraníð. Þetta fer í algjöran forgang hjá okkur og ég er núna að leita eftir dýravinum á Alþingi Íslendinga sem vilja vera með okkur í málinu.“
Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Flokkur fólksins Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Fleiri fréttir Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Sjá meira