Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 86 - 75 | Valsarar slökktu í sjóðandi heitum Þórsurum Dagur Lárusson skrifar 3. desember 2021 21:55 Valur vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Valur gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar með 11 stiga mun í Subway-deild karla, 86-75. Mikilvægur sigur fyrir heimaliðið en meistararnir voru á góðu skriði fyrir leik kvöldsins og höfðu unnið sex leiki í röð. Fyrir leikinn var Þór í efsta sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Valur var í sjötta sætinu með átta stig. Það voru heimamenn í Val sem byrjuðu leikinn mikið betur og komust í 8-0 forystu eftir þriggja mínútna leik og tók þá Lárus, þjálfari Þórs, leikhlé. Eftir það leikhlé tóku gestirnir við sér og jafnaðist leikurinn út en staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-12. Í öðrum leikhluta tóku Þórsarar forystuna strax í byrjun með laglegum þristi frá Davíð Arnari og voru þeir með forystuna alveg þangað til flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik 36-43. Þriðji leikhluti spilaðist mjög svipað og annar leikhluti og hélt því Þór forystunni. Í þessum leikhluta voru Þórsarar virkilega klókir í nældu í hvert brotið á fætur öðru og fór því oft á vítalínuna. Í miðjum þriðja leikhluta missa gestirnir Daniel Mortense af velli og var það ákveðinn vendipunktur í leiknum, að minnsta kosti að samkvæmt Lárusi Jónssyni, þjálfara Þórs. Eftir þessi meiðsli tóku Valsmenn við sér og jöfnuðu leikinn í 69-69 og var það staðan þegar fjórði leikhluti hófst. Valsmenn settu þá niður þrjá tvista í röð án þess að gestirnir svöruðu og gaf það tóninn fyrir restina af leiknum. Valsmenn juku við forskot sitt og unnu að lokum ellefu stiga sigur. Af hverju vann Valur? Valur fór í fimmta gír í fjórða leikhluta á meðan Þórsarar fóru niður um gír og höfðu meiðsli Daniel Mortensen klárlega einhver áhrif þar. Mikil stemning myndaðist í stúkunni Valsmegin og virtist leikurinn aðeins geta endað með sigri Vals undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Bertone átti frábæran leik fyrir Val og setti niður 21 stig og gaf sjö stoðsendingar á meðan Callum Lawson var með 15 stig. Hvað fór illa? Eins og Lárus Jónsson sagði í viðtali eftir leik þá voru meiðslin hjá Daniel Mortensen ákveðinn vendipunktur í leiknum. Hann er auðvitað algjör lykilmaður í liði Þórs og þegar hann fór af velli þá vantaði eitthvað hjá gestunum. Hvað gerist næst? Á næsta fimmtudag fara Valsmenn í heimsókn til Þórsara norður á meðan Þór Þorlákshöfn tekur á móti KR sama kvöld. Meiðsli Daniels ákveðinn vendipunktur Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar.vísir/hulda margrét „Ég er auðvitað hundsvekktur því mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ byrjaði Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs, að segja í viðtali eftir leik. „Mér fannst spilamennskan vera svona á pari við það sem við ætluðum okkur til að byrja með en svo fannst mér leikurinn í rauninni snúast í þeirra hag. Kannski byrjaði það einmitt þegar Daniel Mortensen fór meiddur af velli.“ Aðspurður hvort að meiðsli Daniels hafi mögulega verið vendipunktur í leiknum svaraði Lárus játandi. „Já það mætti alveg segja það að meiðslin hjá honum hafi verið vendipunktur, en auðvitað verðum við að geta brugðist við því þegar vantar einn leikmann hjá okkur.“ „Hvað varðar spilamennskuna þá fannst mér við spila vel í fyrir hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þá fannst mér við reyna allt of mikið að fara einn á einn og við vorum ekki að ná að brjótast í gegnum vörnina hjá Val. Við vorum síðan mögulega að flýta okkur of mikið stundum, þetta var ekki nema fimm stiga munur á tímum en mér fannst við vera að spila eins og við værum fimmtán stigum undir,“ endaði Lárus á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Valur gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar með 11 stiga mun í Subway-deild karla, 86-75. Mikilvægur sigur fyrir heimaliðið en meistararnir voru á góðu skriði fyrir leik kvöldsins og höfðu unnið sex leiki í röð. Fyrir leikinn var Þór í efsta sæti deildarinnar með tólf stig á meðan Valur var í sjötta sætinu með átta stig. Það voru heimamenn í Val sem byrjuðu leikinn mikið betur og komust í 8-0 forystu eftir þriggja mínútna leik og tók þá Lárus, þjálfari Þórs, leikhlé. Eftir það leikhlé tóku gestirnir við sér og jafnaðist leikurinn út en staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-12. Í öðrum leikhluta tóku Þórsarar forystuna strax í byrjun með laglegum þristi frá Davíð Arnari og voru þeir með forystuna alveg þangað til flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik 36-43. Þriðji leikhluti spilaðist mjög svipað og annar leikhluti og hélt því Þór forystunni. Í þessum leikhluta voru Þórsarar virkilega klókir í nældu í hvert brotið á fætur öðru og fór því oft á vítalínuna. Í miðjum þriðja leikhluta missa gestirnir Daniel Mortense af velli og var það ákveðinn vendipunktur í leiknum, að minnsta kosti að samkvæmt Lárusi Jónssyni, þjálfara Þórs. Eftir þessi meiðsli tóku Valsmenn við sér og jöfnuðu leikinn í 69-69 og var það staðan þegar fjórði leikhluti hófst. Valsmenn settu þá niður þrjá tvista í röð án þess að gestirnir svöruðu og gaf það tóninn fyrir restina af leiknum. Valsmenn juku við forskot sitt og unnu að lokum ellefu stiga sigur. Af hverju vann Valur? Valur fór í fimmta gír í fjórða leikhluta á meðan Þórsarar fóru niður um gír og höfðu meiðsli Daniel Mortensen klárlega einhver áhrif þar. Mikil stemning myndaðist í stúkunni Valsmegin og virtist leikurinn aðeins geta endað með sigri Vals undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Bertone átti frábæran leik fyrir Val og setti niður 21 stig og gaf sjö stoðsendingar á meðan Callum Lawson var með 15 stig. Hvað fór illa? Eins og Lárus Jónsson sagði í viðtali eftir leik þá voru meiðslin hjá Daniel Mortensen ákveðinn vendipunktur í leiknum. Hann er auðvitað algjör lykilmaður í liði Þórs og þegar hann fór af velli þá vantaði eitthvað hjá gestunum. Hvað gerist næst? Á næsta fimmtudag fara Valsmenn í heimsókn til Þórsara norður á meðan Þór Þorlákshöfn tekur á móti KR sama kvöld. Meiðsli Daniels ákveðinn vendipunktur Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar.vísir/hulda margrét „Ég er auðvitað hundsvekktur því mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ byrjaði Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs, að segja í viðtali eftir leik. „Mér fannst spilamennskan vera svona á pari við það sem við ætluðum okkur til að byrja með en svo fannst mér leikurinn í rauninni snúast í þeirra hag. Kannski byrjaði það einmitt þegar Daniel Mortensen fór meiddur af velli.“ Aðspurður hvort að meiðsli Daniels hafi mögulega verið vendipunktur í leiknum svaraði Lárus játandi. „Já það mætti alveg segja það að meiðslin hjá honum hafi verið vendipunktur, en auðvitað verðum við að geta brugðist við því þegar vantar einn leikmann hjá okkur.“ „Hvað varðar spilamennskuna þá fannst mér við spila vel í fyrir hálfleiknum en í seinni hálfleiknum þá fannst mér við reyna allt of mikið að fara einn á einn og við vorum ekki að ná að brjótast í gegnum vörnina hjá Val. Við vorum síðan mögulega að flýta okkur of mikið stundum, þetta var ekki nema fimm stiga munur á tímum en mér fannst við vera að spila eins og við værum fimmtán stigum undir,“ endaði Lárus á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti