Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 13:41 „Stjórinn“ á tónleikum í september síðastliðinn til að minnast fórnarlamba árásanna á Tvíburaturnana í New York árið 2001. EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. Með samningnum eignast Sony réttinn að öllum tuttugu plötum tónlistarmannsins og þar með öllum þeim ódauðlegu lögum sem Springsteen hefur hljóðritað á ferli sínum. Springsteen hefur tuttugu sinnum unnið til Grammy-verðlauna og segir í frétt BBC að tónlist hans hafi skilað 15 milljóna dala tekjum bara á síðasta ári. Springsteen fylgir þar með í fótspor fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa selt réttinn að verkum sínum á síðustu misserum, líkt og Bob Dylan, Blondie og Paul Simon. Þá var rétturinn að lögum David Bowie seldur fyrr á árinu. Springsteen er höfundur og flytjanda laga á borð við Born to Run, Dancing in the Dark, Born in the USA, The River, Atlantic City, Brilliant Disguise og Secret Garden. Í frétt BBC segir að enn hafi ekki verið greint opinberlega frá samningnum, en samkvæmt heimildum ku samningurinn vera sá stærsti sinnar tegundar til þessa. Springsteen er einn vinsælasti rokktónlistarmaður allra tíma og hefur stærstan hluta ferilsins verið á samningi hjá Columbia Records sem er í eigu Sony. Bandaríkin Sony Tónlist Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Með samningnum eignast Sony réttinn að öllum tuttugu plötum tónlistarmannsins og þar með öllum þeim ódauðlegu lögum sem Springsteen hefur hljóðritað á ferli sínum. Springsteen hefur tuttugu sinnum unnið til Grammy-verðlauna og segir í frétt BBC að tónlist hans hafi skilað 15 milljóna dala tekjum bara á síðasta ári. Springsteen fylgir þar með í fótspor fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa selt réttinn að verkum sínum á síðustu misserum, líkt og Bob Dylan, Blondie og Paul Simon. Þá var rétturinn að lögum David Bowie seldur fyrr á árinu. Springsteen er höfundur og flytjanda laga á borð við Born to Run, Dancing in the Dark, Born in the USA, The River, Atlantic City, Brilliant Disguise og Secret Garden. Í frétt BBC segir að enn hafi ekki verið greint opinberlega frá samningnum, en samkvæmt heimildum ku samningurinn vera sá stærsti sinnar tegundar til þessa. Springsteen er einn vinsælasti rokktónlistarmaður allra tíma og hefur stærstan hluta ferilsins verið á samningi hjá Columbia Records sem er í eigu Sony.
Bandaríkin Sony Tónlist Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira