Þórir getur komið norsku stelpunum í tíunda úrslitaleikinn á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 13:30 Þórir Hergeirsson mun örugglega undirbúa sínar stelpur vel fyrir leikinn í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er á kunnuglegum slóðum með norska kvennalandsliðið í handbolta en það spilar í kvöld í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Norsku stelpurnar spila þar við heimakonur frá Spáni í seinni undanúrslitaleik dagsins en áður mætast Danmörk og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Spænska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa en norsku stelpurnar hafa ekki tapað leik. ' #Spain2021! ? #SheLovesHanball pic.twitter.com/B27jfTIswy— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021 Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá árinu 2009 og getur náð tímamótum í kvöld komi hann sínum í stelpum í gegnum þetta sterka spænska lið. Hann hefur nefnilega þegar komið norska liðinu í níu úrslitaleiki á stórmótum, fimm úrslitaleiki á EM, þrjá úrslitaleiki á HM og einn úrslitaleik á Ólympíuleikum. Vinnist leikurinn í kvöld þá verður hann einnig öruggur með sín þrettándu verðlaun sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins. I kveld møter Håndballjentene vertsnasjon Spania til semifinale! Tar de revansj for semifinale-tapet i 2019? Kampen om finaleplassen skjer 20.30 på TV3! Følg med pic.twitter.com/hLXLBZWFeK— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 17, 2021 Norska liðið hefur spilað þrettán undanúrslitaleiki undir hans stjórn og unnið níu þeirra. Norska liðið er ríkjandi Evrópumeistari síðan í fyrra en tapaði einmitt á móti Spáni í undanúrslitaleiknum á síðasta HM sem fram fór í Japan í desember 2019. Norsku stelpurnar eiga því harma að hefna frá því í þeim leik sem tapaðist með sex marka mun, 22-28, eftir að það var jafnt í hálfleik, 13-13. Undanúrslitaleikur Noregs og Spánar hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Have a look at the reactions of the players after Norway defeated the @rushandball team to make it through the semifinals! Camilla Herrem, player of @NORhandball: "I think it will be so much fun playing against Spain with the full arena" #SheLovesHandball pic.twitter.com/xoBUVBOQiG— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Sjá meira
Norsku stelpurnar spila þar við heimakonur frá Spáni í seinni undanúrslitaleik dagsins en áður mætast Danmörk og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Spænska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa en norsku stelpurnar hafa ekki tapað leik. ' #Spain2021! ? #SheLovesHanball pic.twitter.com/B27jfTIswy— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021 Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá árinu 2009 og getur náð tímamótum í kvöld komi hann sínum í stelpum í gegnum þetta sterka spænska lið. Hann hefur nefnilega þegar komið norska liðinu í níu úrslitaleiki á stórmótum, fimm úrslitaleiki á EM, þrjá úrslitaleiki á HM og einn úrslitaleik á Ólympíuleikum. Vinnist leikurinn í kvöld þá verður hann einnig öruggur með sín þrettándu verðlaun sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins. I kveld møter Håndballjentene vertsnasjon Spania til semifinale! Tar de revansj for semifinale-tapet i 2019? Kampen om finaleplassen skjer 20.30 på TV3! Følg med pic.twitter.com/hLXLBZWFeK— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 17, 2021 Norska liðið hefur spilað þrettán undanúrslitaleiki undir hans stjórn og unnið níu þeirra. Norska liðið er ríkjandi Evrópumeistari síðan í fyrra en tapaði einmitt á móti Spáni í undanúrslitaleiknum á síðasta HM sem fram fór í Japan í desember 2019. Norsku stelpurnar eiga því harma að hefna frá því í þeim leik sem tapaðist með sex marka mun, 22-28, eftir að það var jafnt í hálfleik, 13-13. Undanúrslitaleikur Noregs og Spánar hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Have a look at the reactions of the players after Norway defeated the @rushandball team to make it through the semifinals! Camilla Herrem, player of @NORhandball: "I think it will be so much fun playing against Spain with the full arena" #SheLovesHandball pic.twitter.com/xoBUVBOQiG— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Sjá meira