Stoðsending til velferðarmála Björn Bjarki Þorsteinsson og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 23. desember 2021 08:00 Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar