Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 15:40 Kaupfélag Skagfirðinga, sem á og framleiðir Teyg, hefur hætt framleiðslu á drykknum og hefur slitið öllu samstarfi við Arnar Grant. Skjáskot Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. Arnar fór í síðustu viku í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum hjá World Class eftir að Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá ástarsambandi þeirra Arnars, sem er tæplega fimmtugur. Hún sakar vini hans þá um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Stundin greinir nú frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant. Arnar þróaði drykkinn fyrir KS ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, segir í samtali við Stundina að búið sé að loka Facebook- og Instagram-síðum Teygs. Þá sé verið að tæma hillurnar og hætt að dreifa vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús við Stundina. Talsvert fjárhagslegt tjón felist í ákvörðun fyrirtækisins en ekki sé búið að ákveða hvort KS muni markaðssetja vöruna undir nýju nafn eða hefja framleiðslu á sambærilegri vöru. Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku en hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudag fyrir viku. Greindi hún þar frá upplifun sinni af sumarbústaðarferð í desember 2020 en hún hafði farið í bústaðinn til að hitta Arnar, sem þá var ástmaður hennar. Sagði hún að þrír vinir Arnars hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og hafi svo farið að þeir hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í ferðinni. Mennirnir eru samkvæmt heimildum fréttastofu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Ari Edwald, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings fór í tímabundið leyfi á fimmtudag en honum var sagt upp störfum í gær. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital og þáverandi stjórnarformaður, steig úr stjórn félagsins og annarra tengdra fyrirtækja á fimmtudag. Þá sagði Þórður Már af sér sem stjórnarformaður Festi. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sömuleiðis farinn í frí frá K100 en Vítalía hefur sakað hann um að hafa gengið inn á sig og Arnar í golfferð í Borgarnesi í haust. Vítalía segir að í kjölfarið hafi Arnar keypt þagmælsku Loga fyrir kynferðislega greiða með henni. Logi hefur neitað að hafa brotið kynferðislega á henni en sagði í Facebook-færslu í síðustu viku að hann hafi farið yfir mörk fólks. Ekki náðist í Magnús Frey Jónsson, framkvæmdastjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, við gerð þessarar fréttar. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira
Arnar fór í síðustu viku í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum hjá World Class eftir að Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá ástarsambandi þeirra Arnars, sem er tæplega fimmtugur. Hún sakar vini hans þá um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Stundin greinir nú frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant. Arnar þróaði drykkinn fyrir KS ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, segir í samtali við Stundina að búið sé að loka Facebook- og Instagram-síðum Teygs. Þá sé verið að tæma hillurnar og hætt að dreifa vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús við Stundina. Talsvert fjárhagslegt tjón felist í ákvörðun fyrirtækisins en ekki sé búið að ákveða hvort KS muni markaðssetja vöruna undir nýju nafn eða hefja framleiðslu á sambærilegri vöru. Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku en hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudag fyrir viku. Greindi hún þar frá upplifun sinni af sumarbústaðarferð í desember 2020 en hún hafði farið í bústaðinn til að hitta Arnar, sem þá var ástmaður hennar. Sagði hún að þrír vinir Arnars hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og hafi svo farið að þeir hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í ferðinni. Mennirnir eru samkvæmt heimildum fréttastofu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Ari Edwald, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings fór í tímabundið leyfi á fimmtudag en honum var sagt upp störfum í gær. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital og þáverandi stjórnarformaður, steig úr stjórn félagsins og annarra tengdra fyrirtækja á fimmtudag. Þá sagði Þórður Már af sér sem stjórnarformaður Festi. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sömuleiðis farinn í frí frá K100 en Vítalía hefur sakað hann um að hafa gengið inn á sig og Arnar í golfferð í Borgarnesi í haust. Vítalía segir að í kjölfarið hafi Arnar keypt þagmælsku Loga fyrir kynferðislega greiða með henni. Logi hefur neitað að hafa brotið kynferðislega á henni en sagði í Facebook-færslu í síðustu viku að hann hafi farið yfir mörk fólks. Ekki náðist í Magnús Frey Jónsson, framkvæmdastjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, við gerð þessarar fréttar.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Sjá meira
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50