Gleðilegt ár? Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2022 08:30 Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar