Umfjöllun og viðtal: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi Sverrir Mar Smárason skrifar 28. janúar 2022 20:00 Adama Darbo tryggði KR mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn KR og Grindavík mættust á Meistaravöllum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR fékk um 40 daga frí yfir jólin en komu til baka í síðustu umferð þar sem liðið tapaði fyrir Breiðablik. Grindavík mætti í leikinn eftir rúmar 3 vikur í pásu vegna frestanna. Eftir miklarsveiflur fóru heimamenn með tveggja stiga sigur af hólmi, 83-81. Heimamenn í KR fóru virkilega vel af stað og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þá tók Daníel Guðni, þjálfari Grindavíkur, leikhlé sem snéri við gengi gestanna. Undir lok fyrsta leikhluta höfðu Grindvíkingar náð að minnka forskot heimamanna niður í tvö stig. Þeir voru svo fljótir að taka forystuna í 2. leikhluta og gáfu í eftir það. TROÐSLA!Vísir/Elín Björg Elbert Matthews hrökk í gang undir lok leikhlutans og skoraði 8 stig á meðan félagi hans, Ivan Aurrecoechea, tók hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og samtals 9 í fyrri hálfleik. Gestirnir fóru inn í hálfleik með 9 stiga forystu, 37-46. Þriðji leikhluti var virkilega skemmtilegur áhorfs. Liðin skiptust á að skora en það sem var eftirtektarverðast var hvernig KR-ingum tókst að loka á Ivan Aurrecoechea undir körfunni. KR vann leikhlutann með tveimur stigum og forskot gestanna því 7 stig þegar fjórði leikhluti fór í gang. Það var ekki fyrr en þá sem Dani Koljanin, leikmaður KR sem hefur glímt við meiðsli, fór að finna sig. Hann skoraði 11 stig í röð fyrir KR eftir að hafa ekki hitt skoti fram að því í leiknum. Á sama tíma hélt KR-vörnin vel og að lokum komu Þorvaldur Orri og Brynjar Þór KR-ingum í 6 stigum yfir þegar um 3 mínútur voru eftir. Björn Kristjánsson keyrir á körfuna.Vísir/Elín Björg Þá tók Daníel Guðni aftur leikhlé sem aftur snéri við gengi Grindavíkur. Grindavík jafnaði leikinn áður en KR fékk síðustu sóknina. Adama Darbo hélt í boltann á meðan klukkan tifaði í átt að leikslokum, Darbo keyrði svo að körfunni og setti niður sniðskot þegar 0.4 sekúndur voru eftir af klukkunni. Grindavík reyndu við ‚alleyoop‘ en það klikkaði og sigur heimamanna í höfn. Stigahæstur var Elbert Matthews úr liði Grindavíkur með 24 stig. Adama Darbo næstur með 20 stig. Ivan Aurrecoechea tók langflest fráköst eða 14 talsins og stoðsendingahæstir voru Naor Sharabani hjá Grindavík og Adama Darbo í KR báðir með 5. KR-ingar fagna sigri kvöldsins.Vísir/Elín Björg Af hverju vann KR? KR vann leikinn af því að þeir náðu að loka á Ivan undir körfunni. KR-ingar voru í miklu veseni með Ivan í fyrri hálfleik en í þeim síðari stigu þeir upp varnarlega og það var það sem skóp sigurinn. Þvílíkur karakter í heimamönnum, sérstaklega að koma svona til baka eftir slæmt tap gegn Breiðablik. Hverjir voru bestir? Elbert Matthews var með flest framlagsstig, 25. Hann skoraði flest stig, tók 6 fráköst og stal þremur boltum. Erfitt að líta framhjá Ivan með 14 fráköst og 14 stig. Adama Darbo var bestur hjá KR með 24 framlagsstig en það var svo Dani Koljanin sem steig upp á hárréttum tímapunkti og skoraði öll sín 14 stig í 4. leikhluta. Dani spilaði frábæra vörn, tók 6 fráköst og stal 4 boltum. Mikilvægt að spila vörn líka.Vísir/Elín Björg Hvað má betur fara? Varnarleikur Grindavíkur var oft ekki uppá marga fiska. Alltof auðvelt fyrir KR að skora og alltof oft mjög opnir. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir tapa gegn liði sem margir myndu telja að sé verra en þeir. Hvað gerist næst? Vonandi fá allir að spila áfram en mikið hefur verið frestað vegna Covid. Ef svo er þá spilar KR á Sauðárkróki gegn Tindastóli núna strax á mánudag kl. 19:15. Grindavík spilar einnig gegn Tindastóli í næsta leik. Sá leikur verður n.k. fimmtudag kl 20:15 í Grindavík. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla KR UMF Grindavík
KR og Grindavík mættust á Meistaravöllum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR fékk um 40 daga frí yfir jólin en komu til baka í síðustu umferð þar sem liðið tapaði fyrir Breiðablik. Grindavík mætti í leikinn eftir rúmar 3 vikur í pásu vegna frestanna. Eftir miklarsveiflur fóru heimamenn með tveggja stiga sigur af hólmi, 83-81. Heimamenn í KR fóru virkilega vel af stað og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þá tók Daníel Guðni, þjálfari Grindavíkur, leikhlé sem snéri við gengi gestanna. Undir lok fyrsta leikhluta höfðu Grindvíkingar náð að minnka forskot heimamanna niður í tvö stig. Þeir voru svo fljótir að taka forystuna í 2. leikhluta og gáfu í eftir það. TROÐSLA!Vísir/Elín Björg Elbert Matthews hrökk í gang undir lok leikhlutans og skoraði 8 stig á meðan félagi hans, Ivan Aurrecoechea, tók hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og samtals 9 í fyrri hálfleik. Gestirnir fóru inn í hálfleik með 9 stiga forystu, 37-46. Þriðji leikhluti var virkilega skemmtilegur áhorfs. Liðin skiptust á að skora en það sem var eftirtektarverðast var hvernig KR-ingum tókst að loka á Ivan Aurrecoechea undir körfunni. KR vann leikhlutann með tveimur stigum og forskot gestanna því 7 stig þegar fjórði leikhluti fór í gang. Það var ekki fyrr en þá sem Dani Koljanin, leikmaður KR sem hefur glímt við meiðsli, fór að finna sig. Hann skoraði 11 stig í röð fyrir KR eftir að hafa ekki hitt skoti fram að því í leiknum. Á sama tíma hélt KR-vörnin vel og að lokum komu Þorvaldur Orri og Brynjar Þór KR-ingum í 6 stigum yfir þegar um 3 mínútur voru eftir. Björn Kristjánsson keyrir á körfuna.Vísir/Elín Björg Þá tók Daníel Guðni aftur leikhlé sem aftur snéri við gengi Grindavíkur. Grindavík jafnaði leikinn áður en KR fékk síðustu sóknina. Adama Darbo hélt í boltann á meðan klukkan tifaði í átt að leikslokum, Darbo keyrði svo að körfunni og setti niður sniðskot þegar 0.4 sekúndur voru eftir af klukkunni. Grindavík reyndu við ‚alleyoop‘ en það klikkaði og sigur heimamanna í höfn. Stigahæstur var Elbert Matthews úr liði Grindavíkur með 24 stig. Adama Darbo næstur með 20 stig. Ivan Aurrecoechea tók langflest fráköst eða 14 talsins og stoðsendingahæstir voru Naor Sharabani hjá Grindavík og Adama Darbo í KR báðir með 5. KR-ingar fagna sigri kvöldsins.Vísir/Elín Björg Af hverju vann KR? KR vann leikinn af því að þeir náðu að loka á Ivan undir körfunni. KR-ingar voru í miklu veseni með Ivan í fyrri hálfleik en í þeim síðari stigu þeir upp varnarlega og það var það sem skóp sigurinn. Þvílíkur karakter í heimamönnum, sérstaklega að koma svona til baka eftir slæmt tap gegn Breiðablik. Hverjir voru bestir? Elbert Matthews var með flest framlagsstig, 25. Hann skoraði flest stig, tók 6 fráköst og stal þremur boltum. Erfitt að líta framhjá Ivan með 14 fráköst og 14 stig. Adama Darbo var bestur hjá KR með 24 framlagsstig en það var svo Dani Koljanin sem steig upp á hárréttum tímapunkti og skoraði öll sín 14 stig í 4. leikhluta. Dani spilaði frábæra vörn, tók 6 fráköst og stal 4 boltum. Mikilvægt að spila vörn líka.Vísir/Elín Björg Hvað má betur fara? Varnarleikur Grindavíkur var oft ekki uppá marga fiska. Alltof auðvelt fyrir KR að skora og alltof oft mjög opnir. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir tapa gegn liði sem margir myndu telja að sé verra en þeir. Hvað gerist næst? Vonandi fá allir að spila áfram en mikið hefur verið frestað vegna Covid. Ef svo er þá spilar KR á Sauðárkróki gegn Tindastóli núna strax á mánudag kl. 19:15. Grindavík spilar einnig gegn Tindastóli í næsta leik. Sá leikur verður n.k. fimmtudag kl 20:15 í Grindavík. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu