Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði Heimsljós 31. janúar 2022 11:34 Nýuppgert vatnsból Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum. Verkfræðingur á vegum sendiráðs Íslands og héraðsstjórnarinnar fann leið til að grafa upp eitt af vatnsbólunum. Það er með uppsprettuvatni, en mengað af dýrum og mönnum. Steypt var í kringum vatnsbólið, vatnið leitt í stokk með fimm hreinsanlegum síum og þar streymir nú út um þriggja tommu rör hreint neysluvatn allan sólarhringinn. „Öll aðstaða til að sækja vatnið er til fyrirmyndar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Tuttugu lítra brúsi fyllist á augabragði og konurnar sem sækja vatnið eru himinlifandi.“ Endurnýjuð borhola Sambærilegar endurbætur hafa verið gerðar á sex vatnsbólum og héraðsstjórnin hefur óskað eftir endurgerð sex annarra. Vinna við þau vatnsból er þegar hafin. Af hálfu sendiráðsins hefur einnig verið unnið í Namahyingo að því að gera upp fimmtíu borholur sem höfðu drabbast niður og stóðu ónothæfar. Sumar borholurnar höfðu staðið ónotaðar um langt árabil en þær hafa nú verið gerðar upp, endurklæddar og handpumpum komið fyrir. Konur sækja vatn í brunninn Úrbæturnar leiða strax til þess að aðgengi þúsunda íbúa að hreinu neysluvatni hefur batnað á mörgum stöðum í héraðinu og þar með fækkar löngum ferðum kvenna og stúlkna eftir vatni. Namayhingo hérað er í Úganda austanverðu og heitir eftir héraðshöfuðborginni. Héraðið liggur að Viktoríuvatni og áherslan í samstarfi Íslands við héraðsstjórnina er á umbætur í grunnþjónustu við íbúa fiskiþorpanna við vatnið. Vatnsból í Namayingo Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent
Verkfræðingur á vegum sendiráðs Íslands og héraðsstjórnarinnar fann leið til að grafa upp eitt af vatnsbólunum. Það er með uppsprettuvatni, en mengað af dýrum og mönnum. Steypt var í kringum vatnsbólið, vatnið leitt í stokk með fimm hreinsanlegum síum og þar streymir nú út um þriggja tommu rör hreint neysluvatn allan sólarhringinn. „Öll aðstaða til að sækja vatnið er til fyrirmyndar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Tuttugu lítra brúsi fyllist á augabragði og konurnar sem sækja vatnið eru himinlifandi.“ Endurnýjuð borhola Sambærilegar endurbætur hafa verið gerðar á sex vatnsbólum og héraðsstjórnin hefur óskað eftir endurgerð sex annarra. Vinna við þau vatnsból er þegar hafin. Af hálfu sendiráðsins hefur einnig verið unnið í Namahyingo að því að gera upp fimmtíu borholur sem höfðu drabbast niður og stóðu ónothæfar. Sumar borholurnar höfðu staðið ónotaðar um langt árabil en þær hafa nú verið gerðar upp, endurklæddar og handpumpum komið fyrir. Konur sækja vatn í brunninn Úrbæturnar leiða strax til þess að aðgengi þúsunda íbúa að hreinu neysluvatni hefur batnað á mörgum stöðum í héraðinu og þar með fækkar löngum ferðum kvenna og stúlkna eftir vatni. Namayhingo hérað er í Úganda austanverðu og heitir eftir héraðshöfuðborginni. Héraðið liggur að Viktoríuvatni og áherslan í samstarfi Íslands við héraðsstjórnina er á umbætur í grunnþjónustu við íbúa fiskiþorpanna við vatnið. Vatnsból í Namayingo Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent