Körfuboltakvöld um innkomu Friðriks í Breiðholtið: „Er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 10:31 Friðrik Ingi Rúnarsson hefur gert góða hluti síðan hann tók við ÍR. Vísir/Bára Dröfn Þó ÍR hafi tapað naumlega gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta þá fékk þjálfari liðsins – sem og leikmenn hans – mikið hrós í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „ÍR-ingar fengu þrjá leikmenn þegar Friðrik Ingi (Rúnarsson, þjálfari liðsins) kom. Tristan Simpson, Igor Maric og Jordan Semple sem var mjög góður í þessum leik. Hann er skemmtileg týpa,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi um eina af nýjustu viðbótum Subway-deildarinnar. Semple skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í naumu tapi ÍR gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar. „Þetta er ótrúlega vel gert hjá Frikka. Það sem hann gerði var í rauninni það sem við nefndum þegar hann var ráðinn. Við töluðum um að hann myndi ekki bjarga neinu ef hann myndi ekki taka til í leikmannahópnum og hann gerði nákvæmlega það. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að þeir reyndu við þrjá til fjóra þjálfara áður en þeir fóru til Frikka en ég held að þeir þakki guði fyrir það að þessir þjálfarar hafi ekki tekið slaginn því Frikki er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið,“ sagði Sævar Sævarsson um innkomu reynsluboltans Friðriks Inga í Breiðholtið. „Þetta eru svona gaurar sem eru tilbúnir að spila liðsbolta. Ég veit að Frikki er mikill þjálfari liðsbolta, hann kann þá íþrótt mjög vel. Ég held að þetta hafi verið ofboðslega vel valið hjá honum, þessir þrír leikmenn,“ bætti Hermann Hauksson við. Umræðuna um ÍR má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er einni farið yfir hlutverk Sigvalda Eggertssonar og frammistöðu hans að undanförnu. Klippa: Körfuboltakvöld: ÍR-ingar að vakna til lífsins Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld ÍR Subway-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„ÍR-ingar fengu þrjá leikmenn þegar Friðrik Ingi (Rúnarsson, þjálfari liðsins) kom. Tristan Simpson, Igor Maric og Jordan Semple sem var mjög góður í þessum leik. Hann er skemmtileg týpa,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi um eina af nýjustu viðbótum Subway-deildarinnar. Semple skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í naumu tapi ÍR gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar. „Þetta er ótrúlega vel gert hjá Frikka. Það sem hann gerði var í rauninni það sem við nefndum þegar hann var ráðinn. Við töluðum um að hann myndi ekki bjarga neinu ef hann myndi ekki taka til í leikmannahópnum og hann gerði nákvæmlega það. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að þeir reyndu við þrjá til fjóra þjálfara áður en þeir fóru til Frikka en ég held að þeir þakki guði fyrir það að þessir þjálfarar hafi ekki tekið slaginn því Frikki er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið,“ sagði Sævar Sævarsson um innkomu reynsluboltans Friðriks Inga í Breiðholtið. „Þetta eru svona gaurar sem eru tilbúnir að spila liðsbolta. Ég veit að Frikki er mikill þjálfari liðsbolta, hann kann þá íþrótt mjög vel. Ég held að þetta hafi verið ofboðslega vel valið hjá honum, þessir þrír leikmenn,“ bætti Hermann Hauksson við. Umræðuna um ÍR má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er einni farið yfir hlutverk Sigvalda Eggertssonar og frammistöðu hans að undanförnu. Klippa: Körfuboltakvöld: ÍR-ingar að vakna til lífsins Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld ÍR Subway-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira