Framtíðin er að renna okkur úr greipum Stein Olav Romslo skrifar 12. febrúar 2022 07:31 Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Loftslagsmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun