Baráttan um ókyngreind salerni og innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði skilar árangri Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 08:02 Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Við vorum síðar gerð afturreka með þessa ákvörðun. Hvers vegna? Vegna reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá 1995. Þetta snertir á enn fleiri viðfangsefnum eins og klefaaðstæðum en mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur einnig unnið að bættu aðgengi trans og hinsegin fólks að sundlaugum, skóla- og íþróttahúsnæði. Við höfum látið útbúa ókyngreinda klefa í öllum sundlaugum og unnið að því að hugað sé að aðgengi trans og kynsegin fólks við breytingar og nýja uppbyggingu á vegum borgarinnar. Þar sem að ókyngreindir klefar henta ekki öllum höfum við aukinheldur látið útbúa leiðbeiningar sem styðja starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja í því að standa vörð um aðgengi trans fólks að kyngreindum klefum einnig. Þessi úrelda reglugerð frá 1995 um húsnæði vinnustaða á vegum félagsmálaráðuneytisins gengur í berhögg við lög um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi árið 2019 og hið sama á við um reglugerð um hollustuhætti á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar almenningssalerni og klefa. Þessum tveimur reglugerðum hefur ráðið því beitt sér fyrir því að verði breytt svo þær taki mið af þróun samfélagsins og nýjum normum þar sem gert er ráð fyrir fleiri kynjum en hefðbundin kynjatvíhyggja. Svo að þessi nýju og metnaðarfullu lög séu eitthvað meira en fögur orð á blaði heldur bæti líf trans og hinsegin fólks með beinum hætti. Við vitum að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Baráttan virðist loksins vera að skila árangri. Eftir bréfaskriftir, ítrekuð áköll, fjölda áskorana frá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í samráði við og með stuðningi frá hagsmunasamtökunum, innan úr hópi þingmannaliðsins og stúdentahreyfingunni, höfum við loks fengið þau svör að félagsmálaráðuneytið ætli að bæta úr þessu og ráðast í heildarendurskoðun á reglugerð um húsnæði vinnustaða frá 1995 í takt við lög um kynrænt sjálfræði í samráði við ráðið og hagsmunaaðila. Nýlega voru auk þess sett fram drög að nýrri reglugerð um hollustuhætti sem ráðið skilaði umsögn um. Um leið og ég fagna þessum vendingum legg ég ríka áherslu á að verkefnin klárist og að nauðsynleg skref verði stigin að fullu til að vilji löggjafans með lögum um kynrænt sjálfræði nái fram að ganga. Það er okkar ósk að ókyngreind salerni verði viðmiðið. Þó salerni og klefar og aðgengi að þeim hljómi mjög hversdagslega þá eru þetta aðstæður, mögulegt öráreiti og jafnvel ofbeldi sem fólk mætir á hverjum degi og getur haft umfangsmikil áhrif á lífsgæði trans og hinsegin fólks. Reykjavík hefur einsett sér að vera í fararbroddi þegar kemur að vernd og eflingu mannréttinda. Við vinnum á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að hinseginvænna samfélagi með víðtækum hætti. Fyrir utan fyrrgreind mál er um að ræða Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkur sem hófst á kjörtímabilinu, vinnu við aukna kynja- og hinseginfræðslu í skólum, styrkingu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í tveimur hollum með stóru skrefi nú um áramótin og stuðningsvinnu með tékklistum og fræðslu vegna trans barna í skólakerfinu. Og áfram mætti telja. Við höfum ekki ákveðið að há þessa baráttu um uppfærslu úreldra reglugerða í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði einungis svo að Reykjavík verði hinseginvænni og geti staðið betur með trans og hinsegin íbúum og starfsfólki, heldur svo að öllum starfsstöðum og rekstraraðilum verði gert það kleift. Jafnréttis- og mannréttindabarátta snýst einmitt um að skapa rými til að vera allskonar, með allskonar líkama. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir öll. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Hinsegin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Við vorum síðar gerð afturreka með þessa ákvörðun. Hvers vegna? Vegna reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá 1995. Þetta snertir á enn fleiri viðfangsefnum eins og klefaaðstæðum en mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur einnig unnið að bættu aðgengi trans og hinsegin fólks að sundlaugum, skóla- og íþróttahúsnæði. Við höfum látið útbúa ókyngreinda klefa í öllum sundlaugum og unnið að því að hugað sé að aðgengi trans og kynsegin fólks við breytingar og nýja uppbyggingu á vegum borgarinnar. Þar sem að ókyngreindir klefar henta ekki öllum höfum við aukinheldur látið útbúa leiðbeiningar sem styðja starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja í því að standa vörð um aðgengi trans fólks að kyngreindum klefum einnig. Þessi úrelda reglugerð frá 1995 um húsnæði vinnustaða á vegum félagsmálaráðuneytisins gengur í berhögg við lög um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi árið 2019 og hið sama á við um reglugerð um hollustuhætti á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar almenningssalerni og klefa. Þessum tveimur reglugerðum hefur ráðið því beitt sér fyrir því að verði breytt svo þær taki mið af þróun samfélagsins og nýjum normum þar sem gert er ráð fyrir fleiri kynjum en hefðbundin kynjatvíhyggja. Svo að þessi nýju og metnaðarfullu lög séu eitthvað meira en fögur orð á blaði heldur bæti líf trans og hinsegin fólks með beinum hætti. Við vitum að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Baráttan virðist loksins vera að skila árangri. Eftir bréfaskriftir, ítrekuð áköll, fjölda áskorana frá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í samráði við og með stuðningi frá hagsmunasamtökunum, innan úr hópi þingmannaliðsins og stúdentahreyfingunni, höfum við loks fengið þau svör að félagsmálaráðuneytið ætli að bæta úr þessu og ráðast í heildarendurskoðun á reglugerð um húsnæði vinnustaða frá 1995 í takt við lög um kynrænt sjálfræði í samráði við ráðið og hagsmunaaðila. Nýlega voru auk þess sett fram drög að nýrri reglugerð um hollustuhætti sem ráðið skilaði umsögn um. Um leið og ég fagna þessum vendingum legg ég ríka áherslu á að verkefnin klárist og að nauðsynleg skref verði stigin að fullu til að vilji löggjafans með lögum um kynrænt sjálfræði nái fram að ganga. Það er okkar ósk að ókyngreind salerni verði viðmiðið. Þó salerni og klefar og aðgengi að þeim hljómi mjög hversdagslega þá eru þetta aðstæður, mögulegt öráreiti og jafnvel ofbeldi sem fólk mætir á hverjum degi og getur haft umfangsmikil áhrif á lífsgæði trans og hinsegin fólks. Reykjavík hefur einsett sér að vera í fararbroddi þegar kemur að vernd og eflingu mannréttinda. Við vinnum á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að hinseginvænna samfélagi með víðtækum hætti. Fyrir utan fyrrgreind mál er um að ræða Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkur sem hófst á kjörtímabilinu, vinnu við aukna kynja- og hinseginfræðslu í skólum, styrkingu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í tveimur hollum með stóru skrefi nú um áramótin og stuðningsvinnu með tékklistum og fræðslu vegna trans barna í skólakerfinu. Og áfram mætti telja. Við höfum ekki ákveðið að há þessa baráttu um uppfærslu úreldra reglugerða í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði einungis svo að Reykjavík verði hinseginvænni og geti staðið betur með trans og hinsegin íbúum og starfsfólki, heldur svo að öllum starfsstöðum og rekstraraðilum verði gert það kleift. Jafnréttis- og mannréttindabarátta snýst einmitt um að skapa rými til að vera allskonar, með allskonar líkama. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir öll. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar