Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2022 14:31 Grunur leikur á að salmonellusmit í Evrópu megi rekja til spænskra eggjabúa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu. Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst. Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst.
Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01