Innri Njarðvík - hverfið mitt Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar