Uppbygging nýrra hverfa - Urriðaholt Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar