Stór-Reykjavík er stórskemmtileg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:00 Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar