Sverrir: Markmiðið er að fá stöðugleika í Grindavík Andri Már Eggertsson skrifar 4. mars 2022 22:20 Sverrir Þór Sverrisson er mættur aftur í Grindavík Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík vann sextán stiga sigur á Vestra í HS-Orku höllinni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með að byrja á sigri í sínum fyrsta leik sem nýr þjálfari Grindavíkur. „Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Sjá meira