„Mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2022 15:31 Þjálfarinn Lárus Jónsson, Ástrós Ragnarsdóttir og Ragnar Örn Bragason voru mætt fyrir hönd Þórs úr Þorlákshöfn á fjölmiðlafund KKÍ í gær. vísir/Sigurjón „Okkur langar í þennan. Hinn kom í fyrra og núna er vonandi kominn tími á þennan,“ sagði Ragnar Örn Bragason um bikarmeistaratitilinn sem er mögulega í boði fyrir Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn ef þeir vinna Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í dag. Fyrir sex dögum unnu Þórsarar öruggan 88-69 sigur gegn Val í Þorlákshöfn, í Subway-deildinni, en Ragnar vill ekki meina að það hjálpi neitt í Smáranum í dag: „Við byrjum á núlli og þetta verður bara eins og að við höfum aldrei keppt við þá áður. Ég held að það skipti engu máli hvort að við kepptum við þá fyrir viku síðan eða ekki. Þetta verður bara týpískur bikarleikur. Þessi lið eru með tvo ólíka leikstíla og ætli þessi leikur snúist ekki um það hvoru liðinu tekst að stýra tempóinu betur, og hleypi hinu liðinu ekki inn í sinn leik,“ segir Ragnar sem mætti í viðtal með Ástrós dóttur sinni eins og sjá má hér að neðan: Klippa: Ragnar Þórsari fyrir bikarslaginn Þór hefur unnið sjö leiki í röð og sjálfstraustið er þar af leiðandi mikið í liðinu: „Að sjálfsögðu erum við með kassann úti og höfum trú á því í öllum leikjum að við getum unnið. Við mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur,“ segir Ragnar sem er einn af þeim sem léku með liðinu í fyrra þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn: „Það hjálpar klárlega til að við höfum séð hvað þarf til að vinna og vonandi tökum við það með okkur í þessa keppni líka.“ Undanúrslit VÍS-bikars karla eru í dag. Stjarnan og Keflavík mætast klukkan 17.15 en Þór Þ. og Valur klukkan 20 og eru báðir leikir í Smáranum í Kópavogi. Úrslitaleikurinn er svo á sama stað á laugardag. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Fyrir sex dögum unnu Þórsarar öruggan 88-69 sigur gegn Val í Þorlákshöfn, í Subway-deildinni, en Ragnar vill ekki meina að það hjálpi neitt í Smáranum í dag: „Við byrjum á núlli og þetta verður bara eins og að við höfum aldrei keppt við þá áður. Ég held að það skipti engu máli hvort að við kepptum við þá fyrir viku síðan eða ekki. Þetta verður bara týpískur bikarleikur. Þessi lið eru með tvo ólíka leikstíla og ætli þessi leikur snúist ekki um það hvoru liðinu tekst að stýra tempóinu betur, og hleypi hinu liðinu ekki inn í sinn leik,“ segir Ragnar sem mætti í viðtal með Ástrós dóttur sinni eins og sjá má hér að neðan: Klippa: Ragnar Þórsari fyrir bikarslaginn Þór hefur unnið sjö leiki í röð og sjálfstraustið er þar af leiðandi mikið í liðinu: „Að sjálfsögðu erum við með kassann úti og höfum trú á því í öllum leikjum að við getum unnið. Við mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur,“ segir Ragnar sem er einn af þeim sem léku með liðinu í fyrra þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn: „Það hjálpar klárlega til að við höfum séð hvað þarf til að vinna og vonandi tökum við það með okkur í þessa keppni líka.“ Undanúrslit VÍS-bikars karla eru í dag. Stjarnan og Keflavík mætast klukkan 17.15 en Þór Þ. og Valur klukkan 20 og eru báðir leikir í Smáranum í Kópavogi. Úrslitaleikurinn er svo á sama stað á laugardag. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira